- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriggja marka tap í fyrri leiknum í Presov

Þosteinn Leó Gunnarsson skoraði fjögur mörk í Presov í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Afturelding tapaði með þriggja marka mun, 27:24, fyrir Tatran Presov í fyrri viðureigna liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Leiknum lauk fyrir skömmu í Presov í Slóvakíu.

Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 24. mark Aftureldingar rétt áður en leiknum lauk, mark sem gæti reynst dýrmætt fyrir síðari leikinn sem fram fer á sunnudaginn og þá einnig í Presov.


Samanlögð úrslit leikjanna tveggja ráða því hvort liðið heldur áfram keppni í 16-liða úrslitum.

Tatran Presov, sem er meistari í Slóvakíu og hefur nánast verið það alla þessa öld, var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 12:10 fyrir heimaliðið.

Um miðjan síðari hálfleik var forskot heimamanna komið í fimm mörk, 20:15, en Mosfellingum tókst að halda nokkuð vel á spilunum á endasprettinum draga aðeins á leikmenn Tatran sem léku í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð.

Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 6, Blær Hinriksson 4, Þorsteinn Leó Gunnarsson 4, Birkir Benediktsson 3, Leó Snær Pétursson 3, Jakob Aronsson 2, Ihor Kopyshynskyi 1, Þorvaldur Tryggvason 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 9, 31% – Jovan Kukobat 3, 37,5%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -