Inga Fanney Hauksdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Stella Jónsdóttir hafa framlengt samningum sínum við handknattleiksdeild HK til næstu tveggja ára eða út keppnistímabilið 2026/2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HK en kvennalið félagsins lék í Grill 66-deildinni í vetur og hafnaði í öðru sæti. HK tapaði fyrir Afturelding í undanúrslitum umpsils Olísdeildar.
Inga Fanney hefur spilað með meistaraflokki félagsins undanfarin 2 tímabil og staðið sig vel. Inga er skytta og hefur verið viðloðin yngri landslið Íslands.
Margrét hefur verið mjög óheppin með meiðsli undanfarin 2 ár en er óðum að ná sér af þeim og verður spennandi að sjá hana aftur á gólfinu eftir langa fjarveru.
Stella er að stíga upp úr 3. flokki og spilar bæði vinstra og hægra horn og hefur leikið með meistaraflokki undanfarin 2 ár og staðið sig vel.