- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrjú lið hituðu upp á KG-sendibílamótinu nyrðra

KA/Þórsliðið fagnar sigri á síðustu leiktíð. Liðinu gekk vel á æfingamóti um helgina. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Þrjú lið hituðu upp fyrir þátttöku í Grill 66-deild kvenna á Akureyri um helgina með þátttöku á KG-sendibílamótinu sem fram fór í KA-heimilinu. KA/Þór vann báðar viðureignir sínar á mótinu og varð sigurvegari með því að leggja HK í spennandi úrslitaleik, 31:30.

Úrslit mótsins:
HK – FH 35:29.
KA/Þór – FH 33:30.
KA/Þór – HK 31:30.

Besti sóknarmaður: Anna Þyrí Halldórsdóttir KA/Þór.
Besti varnarmaður: Aníta Eik Jónsdóttir, HK.
Besti markmaður: Matea Lonac KA/Þór.

Stuttlega um leikina þrjá.

HK – FH.
HK var yfir stóran hluta leiks á móti FH, en FH-ingar lögðu ekki árar í bát þrátt fyrir mótbyr og tókst að gera leikinn spennandi á tímabili í seinni hálfleik. Það dugði ekki þó ekki og HK vann frekar sannfærandi með þriggja marka mun, 35:29.

KA/Þór – FH.
FH byrjað betur gegn KA/Þór og var 2 mörkum yfir eftir um stundarfjórðungsleik. KA/Þór-liðið náði áttum og var tveimur mörkum yfir í hálfleik. KA/Þór náði þægilegu forskoti í seinni hálfleik og vann með þriggja marka mun þótt FH væri aldrei langt undan.

KA/Þór – HK.
KA/Þór lék vel í fyrri hálfleik og hafði öruggt átta marka forskot í hálfleik, 18:10. HK komst hægt og rólega inn í leikinn í síðari hálfleik. Úr varð nokkur spenna á síðustu mínútunum. HK skoraði m.a. þrjú síðustu mörkin.

Keppni hefst í Grill 66-deild kvenna á föstudaginn.

Leikjadagskrá Grill 66-deilda.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -