Þýskaland leikur í dag í fjórða sinn um verðlaun og í annað skiptið til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik eftir að ríkin voru sameinuð árið 1990. Frá 1945, formlega frá 1949 til 1990, voru þýsku ríkin tvö.
Átta verðlaun frá 1957
Frá því að HM kvenna fór fyrst fram 1957 og fram til dagsins í gær hefur Þýskaland átta sinnum hreppt verðlaun á mótinu. Þar af varð Austur-Þýskaland þrisvar í röð heimsmeistari á áttunda ártugnum. Meðan ríkin voru hvort í sínu lagi unnu þau einnig tvisvar til annarra verðlauna en þeirra sem eru úr gulli.
Þýsku ríkin mættust á HM 1990
E.t.v. var það táknrænt að árið 1990 mættust landslið þýsku ríkjanna í síðasta skipti er þau bitust um bronsverðlaunin á HM í Suður-Kóreu. Austur-Þýskaland vann, 25:19. Tvö önnur ríki sem nokkru síðar heyrðu einnig til fortíðarinnar, Sovétríkin og Júgóslavía, mættust í úrslitaleik. Sovétríkin höfðu betur, 24:22.
Verðlaun Þýskalands á HM kvenna:
1957 - Vestur Þýskaland - 4. sæti.
1965 - Vestur Þýskaland - 3. sæti.
1971 - Austur-Þýskaland - heimsmeistari.
1975 - Austur-Þýskaland - heimsmeistari.
1978 - Austur-Þýskaland - heimsmeistari.
1982 - Austur-Þýskaland - 4. sæti.
1986 - Austur-Þýskaland - 4. sæti.
1990 - Austur-Þýskaland - 3. sæti
1990 - Vestur-Þýskaland - 4. sæti.
1993 - Þýskaland - heimsmeistari.
1997 - Þýskaland - 3. sæti.
2007 - Þýskaland - 3. sæti.
2025 - Þýskaland - gull eða silfur.
Þýskaland og mætir Evrópu- og Ólympíumeisturum Noregs í úrslitaleik HM sem hefst klukkan 16.30 í Rotterdam.



