o
„Við erum ákveðnir í að byggja ofan á síðasta sigur á móti Sävehöf og erum tilbúnir að gefa þeim alvöru leik á morgun,“ segir Sigursteinn Arndal þjálfari FH í samtali við fjölmiðladeild handknattleiksdeildar FH sem er vitanlega með í för liðsins til Svíþjóðar. FH mætir sænska meistaraliðinu Sävehof öðru sinni í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í Partille á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 17.45.
FH vann fyrri viðureignina í Kaplakrika í síðustu viku, 34:30.
FH-ingar komu til Svíþjóðar í gær og hafa komið sér vel fyrir og æft af kostgæfni. Sigursteinn segir stöðuna á FH-liðinu „vera fína“. „Við erum orðnir vanir að takast á við stöðuna. Við verðum að minnsta kosti með gott lið á morgun.“
Lengra myndskeiðsviðtal við Sigurstein er að finna efst í þessari frétt.
Eftir tap fyrir FH á þriðjudaginn þá máttu leikmenn Sävehof bíta í það súra epli að bíða lægri hlut fyrir Ystads IF, 38:32, í Ystad á föstudaginn í uppgjöri tveggja efstu liðanna í sænsku úrvalsdeildinni, eins og staðan var þá.
Sjá einnig:
Evrópudeild karla “24 – riðlakeppni 32-liða – 3. umferð, úrslit, staðan
Ásbjörn lék við hvern sinn fingur og leiddi FH-inga til fyrsta sigursins