- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tíu marka sigur á tékknesku félagsliði – Lilja meiddist á ökkla

Elísa Elíasdóttir landsliðskona skoraði fimm mörk í dag. Ljósmynd/Carina Johansen - EPA
- Auglýsing -

Kvennalandsliðið í handknattleik vann tékkneskt félagslið, Házená Kynžvart, með tíu marka mun í æfingaleik á móti í Cheb í Tékklandi í dag, 35:25. Sigur íslenska liðsins var mjög öruggur. Forskotið var fimm mörk í hálfleik, 18:13. Sigurinn kann einnig hafa reynst dýr því Lilja Ágústsdóttir meiddist á ökkla í upphafi síðari hálfleiks og kom ekkert meira við sögu.

Házená Kynžvart kom í stað egypska landsliðsins sem hætti við þátttöku skömmu áður en mótið hófst. Íslenska landsliðið tapaði með 11 marka mun fyrir pólska landsliðinu í gær, 26:15.

Síðasti leikur íslenska landsliðsins á mótinu ytra verður gegn tékkneska landsliðinu klukkan 13 á morgun að íslensku tíma. Vonandi verður streymt frá þeirri viðureign en ekkert slíkt var í boði í dag.

Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín og Katrín Anna Ásmundsdóttir skoruðu sín fyrstu mörk fyrir A-landsliðið í leiknum í dag en báðar léku sinn fyrsta landsleik í gær.

Mörk íslenska landsliðsins: Elísa Elíasdóttir 5, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 4, Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1.

Varin skot: Hafdís Renötudóttir 11, Elín Jóna Þorsteinsdóttir 8.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -