- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tíu marka sigur Vals sem situr á ný í þriðja sæti

Úlfar Páll Monsi Þórðarson var markahæstur hjá Val gegn HK í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Valur átti ekki í erfiðleikum með HK í lokaleik 10. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Valsliðið vann með 10 marka mun, 33:23, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 15:9. Fljótlega í síðari hálfleik varð ljóst að HK myndi ekki snúa við blaðinu því ekki voru margar mínútur liðnar þegar forysta Vals var komin í níu mörk, 19:10.


Þar með settist Valur á nýjan leik í þriðja sæti Olísdeildar. Liðið hefur nú 14 stig, er stigi á eftir Íslandsmeisturum FH og Aftureldingu sem unnu leiki sína í 10. umferð í gærkvöld.
Valsmenn skoruðu sex af fyrstu sjö mörkum leiksins og slógu þar með tóninn fyrir því sem koma skildi.

Yfirburðir Valsliðsins voru miklir í síðari hálfleik. Eins og áður segir náði liðið níu marka forskoti og oftar en einu sinni 10 marka forystu. Ekki síst var frábærum varnarleik að þakka.

Hvorugur þjálfarinn var með

Þjálfarar beggja liða voru fjarverandi. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, er veikur, eftir því sem handbolti.is veit best. Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari HK tók út leikbann en mætir galvaskur í næstu viðureign liðsins þegar HK sækir ÍBV heim eftir viku.

Aðstoðarþjálfararnir Anton Rúnarsson hjá Val og HK-ingurinn Vilhelm Gauti Bergsveinsson voru þar af leiðandi við stjórnvölin að þessu sinni.

Staðan í Olísdeildum og næstu leikir.

Mörk Vals: Úlfar Páll Monsi Þórðarson 7/2, Ísak Gústafsson 5, Bjarni Selvindi 4, Viktor Sigurðsson 3, Miodrag Corsovic 3/1, Magnús Óli Magnússon 3, Andri Finnsson 3, Róbert Aron Hostert 2, Allan Norðberg 2, Kristófer Máni Jónasson 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 7, 58,3% – Björgvin Páll Gústavsson 5, 21,7%.
Mörk HK: Andri Þór Helgason 5/3, Ágúst Guðmundsson 5, Leó Snær Pétursson 4, Haukur Ingi Hauksson 4, Tómas Sigurðarson 2, Sigurður Jefferson Guarino 2, Aron Dagur Pálsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 6, 17,6% – Róbert Örn Karlsson 1, 16,7%.

Tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -