Íslenska landsliðið tapaði fyrir því sænska með 10 marka mun, 33:23, í lokaleik F-riðils Evrópumóts 20 ára landsliða karla í handknattleik í Lasko í Slóveníu í dag. Svíar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12.
Sænska landsliðið hreppir þar með efsta sæti riðilsins og kemst í átta liða úrslit. Síðari í dag, þegar öllum leikjum riðlanna verður lokið á mótinu skýrist hvort íslenska liðið nær inn í átta liða úrslit en eitt lið úr öðru sæti í D, E og F-riðlum flýtur áfram. Ef ekki taka við leikir um sæti níu til sextán frá og með mánudegi.
Sóknarleikur íslenska landsliðsins beið skipbrot gegn sterkri sænskri vörn og frábærum markverði í leiknum í dag, ekki síst í síðari hálfleik.
Fyrstu 20 mínútur leiksins hafði íslenska liðið í fullu tré og rúmlega það gegn Svíum. Eftir að leiðir skildu þegar um 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þá hertu Svíar tökin. Ísland skoraði aðeins eitt mark á fyrstu 10 mínútum síðari hálfleiks.
Mörk Íslands: Reynir Þór Stefánsson 6, Elmar Erlingsson 4, Birkir Snær Steinsson 2, Hinrik Hugi Heiðasson 2, Ívar Bessi Viðarsson 2, Össur Haraldsson 2, Andri Fannar Elísson 1, Atli Steinn Arnarsson 1, Daníel Örn Guðmundsson 1, Eiður Rafn Valsson 1, Skarphéðinn Ívar Einarsson 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 7, 26% – Ísak Steinsson 5, 29%.
Mörk Svíþjóðar: Axel Mänsson 9, Theodor Uliana Starck 5, Elias Lundstad 4, Jonathan Andersson 4, Felix Montebovi 2, Sebastian Durlanu 2, Love Sundewall 2, Albun Hägglund Junler 1, Andrian Källhage 1, Arvid Boqvist 1, Pelle Segertoft 1, Emil Johannisson 1.
Varin skot: Arvid Skoog 15, 44%.
EMU20 karla: Leikir, úrslit og staðan, riðlakeppni
Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.