Elliði Snær Viðarsson, Hákon Daði Styrmisson, Arnar Freyr Arnarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson og Kristján Örn Kristjánsson fyrir leikinn við Svía í Scandinavium á HM síðasta föstudag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
Bjarki Már Elísson lék mest af leikmönnum íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi samkvæmt upplýsingum sem handbolti.is hefur tekið saman úr gögnum frá af mótssíðu HM og einnig úr samantekt tölfræðiveitunnar HBStatz. Samantektina er að finna hér fyrir neðan.
Bjarki Már lék í nærri 289 mínútur af 360 mínútum sem leikir íslenska landsliðsins stóðu yfir á mótinu. Næstur var Elliði Snær Viðarsson og þar á eftir var Sigvaldi Björn Guðjónsson. Sá síðarnefndi lék langmest á EM fyrir ári síðan.
Gísli Þorgeir Kristjánsson átti flestar stoðsendingar. Hann tapaði jafnframt boltanum oftast.