- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Töpuðu fyrstu stigunum í heimsókn til borgar rósanna

Haukur Þrastarson t.v. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Haukur Þrastarson og liðsfélagar í rúmenska meistaraliðinu Dinamo Búkarest töpuðu í dag sínum fyrstu stigum í rúmensku úrvalsdeildinni. Þeir misstu niðu fimm marka forskot á síðustu mínútunum gegn SCM Politehnica Timișoara á útivelli og máttu sætta sig við skiptan hlut, 29:29.

Dinamo hafði unnið 12 fyrstu leiki sína í deildinni, flesta með nokkrum yfirburðum áður en kom að heimsókninni í borg rósanna eins og Timisoara er stundum nefnd.


SCM Politehnica Timișoara er í 10. sæti með 14 stig eftir 15 leiki og þess vegna teljast úrslitin óvænt.

Haukur skoraði fjögur mörk í leiknum í dag. Eftir því sem næst verður komist átti Selfyssingurinn sjö markskot. Engum sögum fer af fjölda stoðsendinga. Portúgalinn André Gomes var markahæstur með sjö mörk.

Haukur og félagar eiga einn leik eftir fyrir jól, gegn grannliðinu í Búkrarest, CSM, á þriðjudaginn.

Traust staða

Dinamo er áfram í efsta sæti deildarinnar þrátt fyrir jafntefli í dag með 37 stig eftir 13 leiki en þrjú stig eru gefin fyrir sigur í leik. Minaur Baia Mare, sem mætti Val í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar í vor, situr í öðru sæti með 31 stig eftir 14 leiki. Buzau er í þriðja sæti með 30 stig. Potaissa Turda, sem þekkt er hér á landi eftir viðureignir við Val og ÍBV í Evrópubikarkeppninni 2017 og 2018, situr í fjórða sæti með 27 stig en hefur aðeins leikið 11 sinnum. Turda-liðið hefur tapað næst fæstum stigum af liðum deildarinnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -