- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Töpuðum boltanum alltof oft og nýttum illa dauðafæri

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari lifði sig inn í leikinn í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Fyrri hálfleikurinn var góður og að mörgu leyti var leiknum lokið þá. Ég hefði hinsvegar viljað klára síðari hálfleikinn mikið betur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í samtali við handbolta.is eftir sigurinn á Grænhöfðaeyjum, 34:21, í fyrstu umferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik í Zagreb Arena í kvöld.


„Við töpuðum alltof mörgum boltum og of mörg dauðafæri fóru í súginn hjá okkur að mínu mati,“ sagði Snorri Steinn og bætti við.

„Þegar kom fram í síðari hálfleik þá fórum við rúlla aðeins betur á liðinu og spara nokkra leikmenn auk þess sem rauða spjaldið hans Elliða riðlaði þeim plönum sem við vorum með. Þrátt fyrir þetta allt þá eigum við að gera mikið betur en við gerðum,“ sagði Snorri Steinn og var afar vonsvikinn með fimm marka kafla í röð sem Grænhöfðeyingar náðu um miðjan síðari hálfleik.

Eigum ekki bjóða upp á svona kafla

„Það var bara lélegt. Við eigum alls ekki að bjóða upp á svona kafla, sama á móti hvaða liði það er. Gegn stærri liðum er okkur harðlega refsað fyrir svona. Við eigum að halda meiri standard,“ sagði Snorri Steinn sem vill sjá betri frammistöðu í næsta leik gegn Kúbu.

Einbeiting, virðing og auðmýkt

„Ég vil bara fá frammistöðu, einbeitingu og lið sem mætir svona leik af virðingu og auðmýkt. Við erum að spila leik á HM. Ég held að það sé hollt að vinna stóran sigur á HM þegar tækifæri gefst til þess,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari.

Lengra myndskeiðsviðtal er Snorra Stein hér fyrir ofan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -