- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tumi Steinn mætti til leiks og tók þátt í sigurleik

Tumi Steinn Rúnarsson, leikmaður Coburg 2000, rær á ný mið í sumar. Mynd/Iris Bilek, Facebooksíða Coburg
- Auglýsing -

Tumi Steinn Rúnarsson lék sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu með HSC Coburg í þýsku 2. deildinni í kvöld og fór svo sannarlega vel af stað. Hann skoraði fimm mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Coburg vann á heimavelli liðsmanna Nordhorn, 30:27, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 16:14.


Tumi Steinn hefur verið frá keppni síðan flautað var til leiks í þýsku 2. deildinni í lok ágúst. Fyrst var talið að hann væri tognaður á nára en síðar kom í ljós að um kviðslit var ræða. Gekkst Tumi Steinn undir aðgerð vegna kviðslits í október.


Coburg færðist upp í níunda sæti með sigrinum í kvöld. Liðið er með 15 stig að loknum 14 leikjum. Nordhorn er í fimmta sæti með 18 stig.

Sveinn Andri var bestur

Sveinn Andri Sveinsson var markahæstur hjá Empor Rostock í kvöld þegar liðið fékk annað stigið í heimsókn til HSG Konstanz, 32:32. Heimamenn jöfnuðu metin á síðustu sekúndu leiksins.


Sveinn Andri skoraði átta mörk í átta skotum og var maður leiksins. Hann átti einnig tvær stoðsendingar. Hafþór Már Vignisson skoraði tvö mörk í tveimur skotum fyrir Rostockliðið. Akureyringurinn lét einnig til sín taka í vörninni og var tvisvar vísað af leikvelli.


Rostock er áfram í 18. sæti af 20 liðum deildarinnar með sjö stig eftir 14 leiki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -