Tumi Steinn Rúnarsson lék afbragðsvel í kvöld þegar lið hans, Alpla Hard, vann Bärnbach/Köflach, 34:25, á heimavelli í upphafsleik 18. umferðar austurrísku 1. deildarinnar í handknattleik.
Tumi Steinn, sem er nýlega mættur til leiks á ný eftir meiðsli, skoraði fimm mörk og átti sjö stoðsendingar í leiknum sem tryggði Alpla Hard enn traustari stöðu í efsta sæti deildarinnar.
Alpla Hard hefur 29 stig eftir leikina 18 og er sex stigum á undan Krems og Füchse. Bæði lið eiga leika til góða.
Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard og hefur verið um árabil.
Staðan:
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -