- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tvær breytingar gerðar fyrir síðari leikinn

Inga Dís Jóhannsdóttir, fyrir miðri mynd, kemur inn í keppnishópinn fyrir síðari landsleikinn í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna hefur gert tvær breytingar á landsliðshópnum sem mætir Ísrael í kvöld frá fyrri leiknum í gærkvöld.

Alexandra og Inga Dís

Alexandra Líf Arnarsdóttir úr Haukum hefur verið kölluð inn í hópinn í stað Elísu Elíasdóttur sem meiddist á hægri ökkla á síðustu mínútum leiksins í gær sem íslenska liðið vann örugglega, 39:27.

Alexandra Líf Arnarsdóttir. Mynd/Haukar


Hin breytingin er sú að Inga Dís Jóhannsdóttir, einnig úr Haukum, leysir af Díönu Dögg Magnúsdóttur. Díana Dögg er rétt að komast af stað eftir langa fjarveru vegna ristarbrots.

Inga Dís leikur sinn fyrsta A-landsleik í kvöld en hún hefur átt fast sæti í yngri landsliðunum undanfarin ár auk þess að hafa verið í æfingahópum A-landsliðsins síðustu misseri.


Inga Dís var í 20 kvenna hópnum sem Arnar valdi fyrir leikina. Alexandra var hinsvegar utan þessa hóps. Hún þekkir vel til innan landsliðsins eftir að hafa tekið þátt í æfingabúðum í síðasta mánuði. Alexandra Líf leikur einnig sinn fyrsta A-landsleik í kvöld.

Samanlagður sigurvegari í tveimur leikjum Íslands og Ísraels fær þátttökurétt á HM sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi frá 26. nóvember til 14. desember. Íslenska liðið stendur vel að vígi eftir 12 marka sigur í gær.

A-landslið kvenna – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -