- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tvær umferðir eftir – spenna í loftinu

Henny Reistad leikmaður Esbjerg í marktækifæri í leik við Rapid Búkarest á dögunum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Nú þegar það eru aðeins tvær umferðir eftir af riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í handknattleik er spennan heldur betur farin að magnast. Þrettánda umferð fer fram um helgina þar sem að baráttan um sæti í útsláttarkeppninni verður í hámarki í A-riðli og farseðillinn beint í 8-liða úrslitin er undir í B-riðli.

Leikir helgarinnar

A-riðill:

FTC – Bietigheim | Laugardagur kl 15 | Beint á EHFTV

 • Ef FTC sigrar í þessum leik þá tryggir liðið sér sæti í útsláttarkeppninni.
 • Þýska liðið hefur ekki unnið í sjö leikjum í röð.
 • Bietigheim hefur tapað síðustu fjórum útileikjum sínum og er í hættu að missa af sæti í útsláttarkeppninni þrátt fyrir að hafa farið vel af stað í haust og haft betur í fyrstu fimm leikjum sínum.
 • Aniko Cirjenics-Kovacsics miðjumaður FTC mætti aftur á völlinn um síðustu helgi eftir axlarmeiðsli og barnsburð. Hún var frá keppni í 668 daga.
 • Ungverska liðið endurheimtir einnig í dag Katrinu Klujber en hún gat ekki tekið þátt í síðasta leik vegna meiðsla.

Vipers – Krim | Laugardagur kl 17 | Beint á EHFTV

 • Krim getur enn náð inn í útsláttarkeppnina en á erfitt verkefni fyrir höndum í síðustu tveimur umferðunum. Liðið mætir Vipers núna um helgina og CSM Búkaresti eftir viku.
 • Ríkjandi meistarar í Vipers eru í öðru sæti riðilsins sem stendur en takist liðinu að jafna CSM að stigum mun liðið hafna í efsta sæti vegna hagstæðra úrslita í innbyrðis viðureignum.
 • Markéta Jerabkova leikmaður Vipers hefur jafnað sig af meiðslunum sem komu í veg fyrir að hún lék með liðinu í síðasta mánuði.
 • Ef slóvenska liðið nær að vinna leikinn verða það aðeins þriðja liðið til þess að sigra í 130 leikjum í Meistaradeildinni.

Banik Most – Odense | Sunnudagur kl 15 | Beint á EHFTV

 • Danska liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð en tekist að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni með einu stigi úr leiknum við Banik Most.
 • Tékkneska liðið hefur tapað öllum þremur viðureignunum gegn dönskum andstæðingi, tveir tapleikir fyrir Esbjerg og einn gegn Odense.
 • Ef Most tapar leik þá munu þær jafna met Krim 2014 og október 2015 sem tapaði 16 leikjum í röð.
 • Aðeins tvö lið hafa fengið á sig meira en 400 mörk á þessari leiktíð, Kastamonu með 403 mörk og Most 494.

CSM Búkaresti – Brest | Sunnudagur kl 15 | Beint á EHFTV

 • CSM hefur nú þegar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum og getur unnið riðilinn með því að fá einu stigi meira en Vipers úr tveimur síðustu leikjunum.
 • Franska liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð og mun tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni ef það vinnur þennan leik og Bietigheim fyrir FTC.
 • Cristina Neagu vinstri skytta CSM hefur nú skorað 90 mörk í Meistaradeildinni í vetur og vantar aðeins 10 mörk til þess að skora 100 mörk fimmta tímabilið í röð.
 • Franska liðið hefur fengið á sig fæst mörk í riðlinum, 312.

Staðan í A-riðli:
CSM Búkaresti121011383 – 32821
Vipers12912384 – 31319
Odense12705336 – 32614
FTC12516351 – 32611
Brest12516318 – 31211
Bietigheim12426362 – 33510
Krim12507340 – 34310
Banik Most120012303 – 4940

B-riðill:

Lokomotíva Zagreb – Storhamar | Laugardagur kl 15 | Beint á EHFTV

 • Storhamar getur tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni komist það hjá því að tapa þessari viðureign.
 • Lokomotíva er með yngsta leikmannahópinn í Meistaradeildinni.
 • Lokomotíva hefur samið við Mela Mehmedovic frá félaginu Mrnar 07. Hún er yngri systir Majda Mehmedovic leikmanns Kastamonu. Báðar leika þær í vinstra horninu.

Metz – CSM Rapid Búkaresti | Laugardagur kl 17 |Beint á EHFTV

 • Ef Metz tekst að leggja Rapid að velli verður liðið fyrst þeirra sem skipa B-riðil til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum. Um leið þarf Rapid að treysta á önnur úrslit til þess að eiga möguleika á sætinu.
 • Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli, 32 – 32, eftir frábæra endurkomu Rapid í seinni hálfleik.
 • Bæði lið eru á meðal fimm bestu sóknarliða Meistaradeildarinnar. Rapid hefur skorað 31,6 mörk að meðaltali í leik en Metz 30,6.

Esbjerg – Buducnost | Laugardagur kl 17 | Beint á EHFTV

 • Buducnost hefur nú þegar tryggt sér farseðilinn í útsláttarkeppnina.
 • Með sigri heldur Esbjerg í vonina um að ná sæti beint í 8-liða úrslit.
 • Esbjerg vann fyrri leik liðanna í september, 28 – 23, þegar Henny Reistad skoraði 10 mörk.
 • Armelle Attingré markvörður Buducnost hefur varið flest skot í Meistaradeildinin, 146, sem gerir 32,52% markvörslu.

Kastamonu – Györ | Sunnudagur kl 13 | Beint á EHFTV

 • Ef Kastamonu tapar þessum leik er möguleiki á sæti í útsláttarkeppninni úr sögunni.
 • Györ vann fyrri leik liðanna, 44 – 25.
 • Þriggja leikja sigurgöngu Györ lauk í síðustu umferð gegn Metz. Kastamonu hefur hins vegar aðeins tekist að vinna í einum leik á þessari leiktíð, gegn Lokamotíva í fimmtu umferð.
 • Györ er með besta varnarliðið í Meistaradeildini. Liðið hefur aðeins fengið á sig 292 mörk til þessa, 24,3 mörk að meðaltali í leik.
Staðan í B-riðili:
Metz121011367 – 29421
Györ12903376 – 29218
Esbjerg12903397 – 31818
Rapid12822380 – 34618
Buducnost12516316 – 33611
Storhamar12309322 – 3586
Kastamonu121110314 – 4033
Lokomotív120111232 – 3571

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -