- Auglýsing -
Júlíus Flosason og Davíð Elí Heimisson hafa báðir samið til tveggja ára við Handknattleiksdeild HK. Báðir léku þeir með HK í Grill 66-deildinni í haust, vetur og í vor en HK-liðið vann deildina á dögunum og leikur í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili eftir eins árs fjarveru.
„Það er mikið gleðiefni að bæði Júlíus og Davíð Elí hafi ákveðið að semja á ný við HK en báðir eru þeir uppaldir HK-ingar. Það verður spennandi að fylgjast með þeim spreyta sig í efstu deild á komandi tímabili,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild HK.
- Auglýsing -