Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru á meðal fjögurra markahæstu manna í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar fimm umferðir eru að baki. Viggó Kristjánsson trónir á toppnum með rúm sjö mörk skoruð að jafnaði í leik fram til þessa. Hann er tveimur mörkum fyrir ofan þrjá þá næstu en þar á meðal er Bjarki Már Elísson sem varð markakóngur á síðasta keppnistímabili. Bjarki hefur svo sannarlega haldið uppteknum hætti það sem af er þessa keppnistímabils.
Viggó hefur stimplað sig hressilega inn í þýsku 1. deildina á leiktíðinni eftir að hafa gengið til liðs við Stuttgart í sumar frá Wetzlar þar sem hann lék mesta hluta síðasta tímabils. Reyndar gekk Viggó til liðs við Leipzig sumar 2019 frá West Wien í Austurríki. Hann staldraði ekki við nema í nokkrar vikur hjá Leipzig áður en Wetzlar keypti Seltirninginn til að fylla í skarðið þegar hörgull var á örvhentum leikmönnum hjá liðinu vegna meiðsla.
Viggó Kristjánsson, Stuttgart, 37/13
Robert Weber, Nordhorn, 35/7
Niclas Ekberg, Kiel 35/14
Bjarki Már Elísson, Lemgo 35/6
Christoffer Rambo, Minden 35/0
Michael Damgaard, Magdeburg 34/0
Julius Kühn, Melsungen 32/0
Uwe Gensheimer, R-N Löwen 30/19
Stefan Cavor, Wetzlar 28/0
Lasse Andersson, F. Berlin 27/0
Johan Hansen, Hannover-Burgdorf 27/9
Lukas Binder, Leipzig 26/0
Sime Ivic, Erlangen 25/8
Maximilian Holst, Wetzlar 25/14
Marcell Schiller, Göppingen 24/13
Juri Knorr, Minden 24/7
Fabian Böhhm, Hannover-Burgdorf 23/0
Hampus Wanne, Flensburg 23/11
Harald Reiknkind, Kiel 23/0
Kai Häfner, Melsungen 22/0
Vladan Lipovina, Balingen 22/0
Lucas Krzikalla, Leipzig 22/18
Adam Lönn, Stuttgart 22/0
Fabian Gutbrod, Bergischer 21/0
Jim Gottfridsson, Flensburg 21/0
Ivan Martinovic, Hannover-Burgdorf 21/0
Philipp Weber, Leipzig, 20/0
Alfred Jonsson, Hannover-Burgdorf 20/0
Mijajlo Marsenic, F. Berlin 20/0
Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg 20/13