Tveir sterkir leikmenn Aftureldingar, Birgir Steinn Jónsson og Birkir Benediktsson, hafa ekki leikið með Aftureldingu að undanförnu. Að sögn Gunnars Magnússonar þjálfara Aftureldingar er ósennilegt að þeir verði með liðinu í tveimur síðustu leikjum liðsins sem eftir eru fram að jóla- og EM-hléi í Olísdeildinni.
Birgir Steinn Jónsson, sem kom til Aftureldingar í sumar, hefur verið frá keppni í mánuð vegna ökklameiðsla. Birkir fékk högg á aðra ristina og tók ekki þátt í leik Aftureldingar við FH á fimmtudagskvöldið.
Leikir 14. og 18. desember
Afturelding sækir Selfoss heim í Sethöllina á fimmtudaginn í 13. umferð deildarinnar. Fjórum dögum síðar mætast Afturelding og Valur að Varmá í síðasta leik ársins í Olísdeildinni, viðureign sem var frestað í 11. umferð vegna þátttöku liðanna í Evrópubikarkeppninni.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.