Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Friðbjörn Björnsson hafa valið hóp til æfinga í byrjun júní og til leikja við færeyska landsliðið 10. og 11. júní. Æfingarnar og leikirnir tveir eru til undirbúnings vegna þátttöku U17 ára landsliðsins í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í byrjun ágúst.
Æfingar í byrjun júní fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar koma inn á Sportabler á næstu dögum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu HSÍ.
Leikmannahópur:
Alexandra Ósk Viktorsdóttir, ÍBV.
Arna Karitas Eiríksdóttir, Val.
Ágústa Rún Jónasdóttir, HK.
Ágústa Tanja Jóhannsdóttir, Selfossi.
Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir, Val.
Ásrún Inga Arnarsdóttir, Val.
Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, KA/Þór.
Dagmar Guðrún Pálsdóttir, Fram.
Elísabet Millý Elíasardóttir, Stjörnunni.
Eva Gísladóttir, FH.
Ester Amira Ægisdóttir, Haukum.
Guðmunda Auður Guðjónsdóttir, HK.
Guðrún Hekla Traustadóttir, Val.
Gyða Kristín Ásgeirsdóttir, FH.
Ingunn María Brynjarsdóttir, Fram.
Kristbjörg Erlingsdóttir, Val.
Kristín Birta Líndal Gunnarsdóttir, KA/Þór.
Lydía Gunnþórsdóttir, KA/Þór.
Rakel Dóróthea Ágústsdóttir, HK.
Sif Hallgrímsdóttir, KA/Þór.
Þóra Hrafnkelsdóttir, Haukum.
Þjálfarar:
Rakel Dögg Bragadóttir.
Sigurjón Friðbjörn Björnsson.