- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17: Mæta Slóvenum á föstudaginn – lokastaðan

Ari Dignus Maríuson annar markvörður íslenska U17 ára landsliðsins hefur haft nóg á gera á mótinu. Mynd/EYOF Banská Bystrica
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, leikur við Slóvena í krossspili um fimmta til áttunda sæti á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Zvolen í Slóvakíu á föstudaginn. Eftir að Danir og Króatar gerðu jafntefli í síðasta leik B-riðils í kvöld varð ljóst að íslenska liðið rekur lestina í riðlinum og leikur þar af leiðandi við Slóvena sem höfnuðu í þriðja sæti í A-riðli.


Spánn leikur við Slóvaka í hinni viðureign krossspils um sæti fimm til átta. Sigurliðin í leikjum föstudagsins leika um fimmta sætið á laugardaginn. Tapliðin eigast við í keppni um sjöunda sætið, einnig á laugardag.


Viðureign Íslands og Slóveníu á föstudaginn hefst klukkan 12.30 eða 14.30 að staðartíma í Slóvakíu.

Á morgun verður kærkominn frídagur hjá piltunum eftir þrjá leiki á þremur dögum.


Í undanúrslitum eigast við Danir og Portúgalar annars vegar og Þýskaland og Króatía hinsvegar.


Úrslit dagsins og lokastaða í riðlum

A-riðill:
Slóvenía – Slóvakía 29:20.
Portúgal – Þýskaland 24:32.
Lokastaðan:

Þýskaland3300102 – 606
Portúgal320188 – 744
Slóvenía310273 – 802
Slóvakía300354 – 1030

B-riðill:
Ísland – Spánn 25:34.
Danmörk – Króatía 29:29.
Lokastaðan:

Danmörk321090 – 735
Króatía311182 – 903
Spánn310284 – 832
Ísland310280 – 902
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -