- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17: Stelpurnar sýndu mikinn karakter

Íslenska landsliðið stillir sér upp fyrir leikinn í dag. Mynd/Dagur
- Auglýsing -

„Við erum auðvitað gríðarlega sátt með þennan sigur og hafa um leið innsiglað þátttökurétt okkar í undanúrslitum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari U17 ára landsliðs kvenna við handbolta.is strax eftir ótrúlegan sigur íslenska liðsins á Hvít-Rússum, 26:25, í B-deild Evrópumótsins í handknattleik í Klaipéda í Litáen eftir hádegið í dag.

Mynd/Dagur


Íslenska landsliðið skoraði fjögur síðustu mörk leiksins eftir að hafa átt erfitt uppdráttar framan af. Ágúst Þór segir spennustigið hafa verið of hátt lengi vel leiksins enda hafi mikið verið undir hjá liðunum, sæti í undanúrslitum. „Okkur tókst ekki að nýta sextán opin færi sem er alltof mikið í svona jöfnum og mikilvægum leik. Varnarleikurinn var öflugur lengst af og Ingunn [María Brynjarsdóttir] var öflug í markinu,“ sagði Ágúst Þór.

Eyjamærin Elísa Elíasdóttir var valin besti leikmaður Íslands í leiknum í dag enda fór hún hamförum, jafnt í vörn sem sókn. Mynd/Dagur
„Það sem ég var ánægðastur með var hversu vel stelpurnar héldu haus í gegnum þennan erfiða leik. Við vorum að elta frá upphafi og langt fram í síðari hálfleik. Liðið mætti mjög öflugt inn í síðari hálfleik sem veitti okkur byr í seglin. Við sýndum mikinn karakter í lokin, unnum nokkrum sinnum boltann eftir að hafa breytt yfir í fimm einn vörn á lokakaflanum og tókst að sigla sigrinum í hús og komast í undanúrslit sem skiptir gríðarlega miklu máli,“ sagði Ágúst Þór.
Mynd/Dagur


Þjálfarinn segir afar jákvætt að í þessum leik eins og þeim fyrri í mótinu þá hafi margir leikmenn lagt sitt af mörkum, ábyrgðin hvíli ekki á fárra öxlum. „Að sama skapi þá teljum við okkur eiga talsvert inni,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari íslenska landsliðsins.

Brynja Katrín Benediktsdóttir, Elísa Elíasdóttir og Thelma Björgvinsdóttir Melsteð. Mynd/Dagur
Lokaleikur íslenska liðsins í riðlakeppninni verður á morgun gegn Póllandi sem einnig eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Flautað verður til leiks klukkan 12 og verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu án endurgjalds á ehftv.com.


Ekkert verður leikið á mótinu á föstudaginn en undanúrslitaleikir fara fram á laugardaginn og á sunnudag er gert ráð fyrir að leikið verði um sæti.


Hæst ánægðar eftir sigurinn á Hvít-Rússum á EM í dag. Efri röð f.v.: Þóra Björg Stefánsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Lilja Ágústsdóttir, Elísa Helga Sigurðardóttir, Brynja Katrín Benediktsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir, Embla Steindórsdóttir, Ingunn María Brynjarsdóttir og Elísa Elíasdóttir. Fremri röð f.v. Katrín Anna Ásmundsdóttir, Thelma Björgvinsdóttir Melsteð, Sara Dröfn Richardsdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Amelía Dís Einarsdóttir. Mynd/HSÍ, Dagur
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -