Í fyrramálið heldur U18-ára landslið kvenna í handknattleik af stað áleiðis til Belgrad í Serbíu, en þar tekur liðið þátt í umspilsmóti um laust sæti í A-keppni Evrópumóts kvenna árið 2023.
Síðasta sumar tók liðið þátt í B-keppni Evrópumótsins sem fram fór í Litáen og náði 2. sæti, sem tryggði þátttökurétt í umspilinu. Ásamt íslenska liðinu taka landslið Serbíu, Slóvakíu og Slóveníu þátt. Serbía hafnaði í 2. sæti í hinni B-keppni Evrópumótsins í sumar.
Slóvakía og Slóvenía tóku hinsvegar þátt í A-keppni mótsins og því er ljóst að íslenska liðsins bíða afar verðugir andstæðingar.
Austurríki hætti við þátttöku í vikunni vegna útbreiðslu kórónuveiru í landinu.
Sextán leikmenn eru í íslenska liðinu sem hóf æfingar á miðvikudaginn en mótið hefst á mánudaginn. Allir leikir liðsins verða sýndir í beinni útsendingu á https://ehftv.com/home.
Leikjadagskráin er eftirfarandi:
Mánudagur 22. nóv. Ísland – Slóvenía kl. 14.30.
Þriðjudagur 23. nóv. Ísland – Slóvakía kl. 14.30.
Fimmtudagur 25. nóv. Ísland – Serbía kl. 17.00.
-Allt íslenskir leiktímar.
Íslenska landsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Ingunn María Brynjarsdóttir, Fram.
Ísabella Schöbel Björnsdóttir, ÍR.
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, HK.
Amelía Einarsdóttir, ÍBV.
Aníta Eik Jónsdóttir, HK.
Brynja Katrín Benediktsdóttir, HK.
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum.
Embla Steindórsdóttir, HK.
Hildur Sigurðardóttir, Val.
Inga Dís Jóhannsdóttir, HK.
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta.
Lilja Ágústsdóttir, Val.
Sara Dröfn Ríkharðsdóttir, ÍBV.
Thelma Melsted Björgvinsdóttir, Haukum.
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfossi.
Þóra Björg Stefánsdóttir, ÍBV.
Til vara:
Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, Selfoss.
Elísa Helga Sigurðardóttir, HK.
Leandra Náttsól Salvamoser, HK.
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar.
Sigurdís Sjöfn Freysdóttir, Fjölnir/Fylkir.
Starfslið:
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari.
Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari.
Jóhann Ingi Guðmundsson, markvarðarþjálfari.
Silja Theodórsdóttir, sjúkraþjálfari.
Guðríður Guðjónsdóttir, fararstjóri.