- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U19 piltar: Mæta Hollendingum í Lübeck í kvöld

Heimir Ríkarðsson ræði við leikmenn sína á EM í fyrra. Mynd/EHF
- Auglýsing -

U19 ára landslið karla í handknattleik mætir hollenskum jafnöldrum sínum í fyrri leik liðanna á þriggja liða móti í Hansehalle í Lübeck í Þýskalandi síðdegis í dag. Flautað verður til leiks klukkan 18 að íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá viðureigninni á neðangreindri slóð.

https://solidsport.com/nations-cup

Tveir leikir um helgina

Íslenska liðið kom til Þýskalands á þriðjudaginn og náði góðri æfingu í keppnishöllinni á leikstað samdægurs og í gær. Á morgun verður leikið við þýska landsliðið og aftur á sunnudaginn. Piltarnir og þjálfarar þeirra koma heim til Íslands á mánudaginn.

Leikirnir eru liður í undirbúningi liðanna þriggja fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Króatíu í byrjun ágúst. Þjálfarar íslenska liðsins eru Einar Jónsson og Heimir Ríkarðsson.

U19 ára landslið karla er skipað neðantöldum leikmönnum:

Markverðir:
Breki Hrafn Árnason, Fram.
Ísak Steinsson, Ros/Drammen (Noregi).
Aðrir leikmenn:
Andri Fannar Elísson, Haukum.
Atli Steinn Arnarsson, FH.
Birkir Snær Steinsson, Haukum.
Daníel Örn Guðmundsson, Val.
Eiður Rafn Valsson, Fram.
Elmar Erlingsson, ÍBV.
Hans Jörgen Ólafsson, Selfossi.
Hinrik Hugi Heiðarsson, ÍBV.
Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV.
Kjartan Þór Júlíusson, Fram.
Reynir Þór Stefánsson, Fram.
Skarphéðinn Ívar Einarsson, KA.
Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Val.
Össur Haraldsson, Haukum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -