- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U19: Rennt blint í sjóinn í Varazdin

Leikmenn íslenska 19 ára landsliðsins við brottför frá Keflavíkurflugvelli í fyrradag. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Við rennum svolítið blint í sjóinn vegna þess að við höfum ekki geta verið á faraldsfæti eins og andstæðingar okkar sem hafa leikið nokkra æfingaleiki upp á síðkastið. Við náðum leikjum við Fram, Gróttu og Val heima áður en við lögðum af stað,“ sagði Heimir Ríkarðsson, þjálfari U19 ára landsliðs karla sem tekur þátt í Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla sem hefst í Króatíu á morgun.

Íslenska liðið kom til Varazdin í Króatíu í gærkvöld hvar það mun hefja keppni á morgun en fyrsti andstæðingurinn verður lið Slóvena. Eftir það taka við leikir á móti ítalska og serbneska landsliðinu daga 13. og 15. ágúst. Framhaldið ræðst af úrslitum þriggja fyrstu leikjanna.

Leikir Íslands:
12.ágúst: Ísland – Slóvenía, kl. 12.30.
13.ágúst: Ísland – Ítalía, kl. 12.30.
15.ágúst: Ísland – Serbía, kl. 12.30.
Þegar framhaldið liggur fyrir mun handbolti.is greina frá hverjir verða andstæðingar Íslands í krossspilinu.
Eftir því sem næst verður komist verða allar leikir mótsins sýndir á ehftv.com.
Heimasíða keppninnar: https://m19ehfeuro.com/.

Síðast saman í 17 ára liði

„Uppistaðan í þessum hóp hefur ekki leikið saman síðan í desember 2019 er við lékum á Sparkassen Cup í Þýskalandi og þá sem 17 ára landslið. Þá lékum við til úrslita gegn Þjóðverjum,“ sagði Heimir þjálfari sem saknar línu- og varnarmannsins sterka frá Selfossi, Tryggva Þórissonar, úr hópnum. Tryggvi fór í aðgerð á öxl eftir að keppnistímabilinu lauk í júní.

Markverðir:
Adam Thorsteinsson, Stjörnunni.
Brynjar Vignir Sigurjónsson, Aftureldingu.
Aðrir leikmenn:
Andri Finnsson, Val.
Andri Már Rúnarsson, Fram.
Arnór Ísak Haddsson, KA.
Arnór Viðarsson, ÍBV.
Benedikt Gunnar Óskarsson, Val.
Breki Hrafn Valdimarsson, Val.
Einar Bragi Aðalsteinsson, HK.
Gauti Gunnarsson, ÍBV.
Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum.
Ísak Gústafsson, Selfoss.
Jóhannes Berg Andrason, Víkingi.
Kristófer Máni Jónasson, Haukum.
Símon Michael Guðjónsson, HK.
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu.
Þjálfarar og starfsmenn:
Þjálfarar eru Heimir Ríkarðsson og Gunnar Andrésson.
Björn Eiríksson, liðsstjóri.
Adam Snær Jóhannesson, sjúkraþjálfari.
Magnús Kári Jónsson, fararstjóri.

Serbar og Slóvenar eru sterkir

„Serbar og Slóvenar eru sterkir en við vitum lítið um ítalska liðið enn sem komið er. Fyrsti leikurinn verður við Slóvena. Þeir líta vel út um þessar mundir enda leikið talsvert af vináttuleikjum sem við höfum séð upptökur af. Slóvenar hafa meðal annars unnið Ungverja. Sigur í fyrsta leiknum kemur okkur í góða stöðu í riðlinum,“ sagði Heimir Ríkarðsson en hann er þjálfari liðsins ásamt Gunnari Andréssyni.

Fjögur lið eru í hverjum riðli mótsins en þeir eru einnig fjórir. Tvö lið fara áfram úr hverjum riðli í átta liða liða úrslit. Hafni íslenska landsliðið í öðru af tveimur efstu sætum í sínum riðli mætir það tveimur efstu liðum B-riðilsins.
Í B-riðli eru: Svíþjóð, Spánn, Ungverjaland, Ísrael. Leikir þess riðils verða einnig leiknir í Varazdin.
Liðin sem verða í þriðja og fjórða sæti í hverjum riðli mætast einnig í krosspili enda er leikið um öll sætin sextán á mótinu.
Krosspilið verður 17. og 18. ágúst. Liðin í A-riðli mæta liðum úr B-riðli og liðin úr C-riðli glíma við andstæðinga úr D-riðli. Leikið verður í Koprivnica.
C-riðill: Danmörk, Þýskaland, Noregur, Rússland.
D-riðill: Króatía, Frakkland, Portúgal, Austurríki.
Undanúrslitaleikir verða 20. ágúst.
Leikið er um sæti níu til sextán 21. ágúst.
Leikið um sæti eitt til átta 22. ágúst.

Ekki leikið fyrir tómu húsi

Leikir Evrópumóts 19 ára landsliða í karlaflokki verða opnir áhorfendum eftir því sem fram kemur á heimasíðu mótsins. Leikið verður í bæjunum Koprivnica og Varazdin. Íslenska landsliðið leikur í síðarnefnda bænum.
Til þess að mega fylgjast með leikjunum þurfa áhorfendur að uppfylla eitthvað af neðangreindum skilyðrum:

  • vera með neikvæða niðurstöðu úr PCR prófi sem er ekki eldra en 72 klst.
  • vera með neikvæða niðurstöðu úr skyndiprófi sem er ekki eldra en 48 klst.
  • hafa staðfestingu á bólusetningaskírteini Evrópusambandsins eða staðfestingu á að hafa áður sýkst af covid19.
    Eins verða áhorfendur að vera með skírteini með gildri mynd og vera með grímu innandyra auk þess sem brýnt er fyrir að fólk virði fjarlægðamörk sem reyndar eru ekki sérstaklega tiltekin.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -