U21 árs landslið karla er komið til Amiens í Frakklandi þar sem það mætir franska landsliðinu í tveimur vináttuleikjum. Fyrri viðureignin fer fram í kvöld og hefst þegar klukkan verður 18.30 hér heima ísaköldu landi.
Íslenska liðið æfði í nokkra daga saman áður en það hélt út til Frakklands í gær. Æfingarnar og leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir þátttöku á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Grikklandi og Þýskalandi í lok júní og í byrjun júlí í sumar.
Síðla í febrúar völdu Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson þjálfarar æfingahóp vegna þessa verkefnis. Sökum meiðsla varð að gera tvær breytingar á hópnum áður en haldið var af stað til Frakklands. Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum, og Hilmar Bjarki Gíslason úr KA komust ekki með. Reynir Þór Stefánsson, Fram, og Halldór Ingi Óskarsson, Víkingi, voru kallaðir inn í staðinn.
Áður en hópurinn var valinn meiddist Jóhannes Berg Andrason úr FH og gat hann ekki gefið kost á sér af þeim sökum. Einnig er Þorsteinn Leo Gunnarsson utan landsliðsins að þessu sinni. Hann er rétt að koma til baka eftir ökklameiðsli.
Hægt verður að fylgjast með leiknum í kvöld gegn endurgjaldi á eftirfarandi slóð: https://www.handballtv.fr/.
Hópurinn sem mætir Frökkum í kvöld og á morgun er skipaður eftirtöldum leikmönnum.
Markverðir:
Adam Thorstensen, Stjörnunni.
Bruno Bernat, KA.
Aðrir leikmenn:
Andri Már Rúnarsson, Haukum.
Arnór Viðarsson, ÍBV.
Benedikt Gunnar Óskarsson, Val.
Einar Bragi Aðalsteinsson, FH.
Elvar Elí Hallgrímsson, Selfossi.
Halldór Ingi Óskarsson, Víkingi
Ísak Gústafsson, Selfossi.
Kjartan Þór Júlíusson, Fram
Kristófer Máni Jónasson, Haukum.
Reynir Þór Stefánsson, Fram.
Róbert Snær Örvarsson, ÍR.
Símon Michael Guðjónsson, HK
Stefán Orri Arnalds, Fram.
Tryggvi Þórisson, IK Sävehof.
Sjá einnig:
U21 árs landsliðið leikur í Aþenu á HM í sumar.