- Auglýsing -
- Auglýsing -

Umspil Olísdeildar kvenna: Fyrsti leikur á miðvikudag

Leikmennn Selfoss fagna góðum sigri í KA-heimilinu í vetur. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Úrslitarimma Selfoss og ÍR um sæti í Olísdeild kvenna hefst á miðvikudagskvöld í Sethöllinni á Selfossi. Leikdagar og leiktímar hafa verið staðfestir í kjölfar þess að undanúrslitum lauk á laugardaginn með oddaleik ÍR og Gróttu.

Vinna þarf þrjá leiki til þess að öðlast keppnisrétt í Olísdeild kvenna á næsta keppnistímabili. Þar af leiðandi getur rimman orðið að fimm leikjum. Selfoss hefur sæti að verja en liðið lék í Olísdeildinni í vetur og hafnaði í næst neðsta sæti af átta liðum.

Leikjadagskrá:
Miðvikudagur 26. apríl: Selfoss – ÍR, kl. 19.30 – Sethöllin.
Laugardagur 29. apríl: ÍR – Selfoss, kl. 14 – Skógarsel.
Miðvikudagur 3. maí: Selfoss – ÍR, kl. 19.30 – Sethöllin.
Laugardagur 6. maí: ÍR – Selfoss, kl. 14 – Skógarsel.
Þriðjudagur 9. maí: Selfoss – ÍR, kl. 19.30 – Sethöllin.


Selfoss lagði FH í tveimur leikjum og ÍR vann Gróttu í þremur leikjum í undanúrslitum.

Afturelding vann Grill 66-deild kvenna í vor og fór beint upp í stað HK sem varð neðst í Olísdeildinni.

Rimma Víkinga og Fjölnismanna í umspili um sæti í Olísdeild karla hefst annað kvöld í Safamýri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -