- Auglýsing -
Ungverjar eru tveimur mörkum yfir í hálfleik gegn Svíum, 16:14, í síðasta leik dagsins í milliriðli tvö á Evrópumótinu í handknattleik í Malmö Arena.
Ungverskur sigur í leiknum, eða jafntefli, yrði vatn á myllu íslenska landsliðsins sem endaði þá daginn í öðru sæti milliriðilsins. Þar með gæti íslenska liðið með sigri á Slóvenum á morgun orðið í öðru af tveimur efstu sætum riðilsins.
Handbolti.is er í Malmö Arena og greinir frá úrslitum leiks Svíþjóðar og Ungverjalands um leið og þau liggja fyrir.
- Auglýsing -

