Handknattleikskonan Unnur Ómarsdóttir gengur til liðs við KA/Þór í sumar frá Fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KA dag og þarf í raun ekki að koma á óvart þar sem hún er sambýliskona og barnsmóðir Einars Rafns Eiðssonar. Fyrr í dag var greint frá væntanlegri komu Einars við þriðja mann til KA.
Unnur þekkir vel til á Akureyri og lék upp yngri flokkana og í meistaraflokki með KA og KA/Þór en hleypti heimdraganum um tvítugt og flutti suður hvar hún hefur verið síðan eða í um áratug.
Unnur hefur undanfarin ár leikið með Fram og orðið margfaldur meistari með Safamýrarliðinu þar sem hún leikur í vinstra horni. Unnur lék einnig með Gróttu og í eina leiktíð með Skrim í norsku úrvalsdeildinni 2014/2015. Hún á að baki 29 landsleiki sem hún hefur skorað í 28 mörk. Unnur var síðast í landsliðshóp sem valinn var til æfinga í ferbúar.