- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Uppboð Ljóssins á áritaðri landsliðstreyju er hafið

- Auglýsing -

Fréttatilkynning frá Ljósinu

Í tilefni Evrópumóts karla í handknattleik hóf Ljósið í gær, mánudaginn 12. janúar, uppboð á áritaðri treyju landsliðsins. Uppboðið stendur yfir til klukkan 12 miðvikudaginn 21. janúar.

Um er að ræða aðaltreyju íslenska landsliðsins í handbolta, árituð af leikmönnum karlalandsliðsins. Ljósið fékk treyjuna að gjöf frá góðgerðarverkefninu Gleðjum Saman sem er í samstarfi m.a. við HSÍ.

Hægt er að skoða og taka þátt í uppboðinu hér.

Þetta er ekki bara landsliðstreyja. Þetta er stuðningur. Með því að bjóða í treyjuna ertu að hjálpa fólki í Ljósinu að fá endurhæfingu og stuðning, án kostnaðar.

Ljósmynd/Ljósið

Landsliðstreyjur standa fyrir styrk, samstöðu og baráttu. Við í Ljósinu stöndum fyrir það sama. Með því að bjóða í treyjuna styður þú þá baráttu.

Ljósið þakkar Orra Rafni Sigurðarsyni, sem stendur á bak við góðgerðarverkefnið Gleðjum saman, fyrir að láta gott af sér leiða og gefa Ljósinu þessar fallegu gjafir.

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -