Fimmta umferðin í Meistaradeild kvenna fer fram um helgina. Aðeins tvö lið hafa unnið alla leiki sína til þessa, Györ og Metz en liðin mætast í þessari umferð og því er ljóst að í það minnsta annað liðið mun tapa sínum fyrstu stigum. Í A-riðli vonast rússneska liðið Rostov-Don til að tryggja stöðu sína á toppi riðilsins þegar það tekur á móti Dortmund.
Leikir helgarinnar
A-riðill
Rostov-Don – Dortmund | Laugardagur kl 14.00 | Beint á EHFTV
- Rostov náði að komast upp fyrir þýska liðið um síðustu helgi með sigri gegn Buducnost.
- Alina Grijseels leikmaður Dortmund er markahæst í Meistaradeildinni ásamt Jaminu Roberts leikmanni Sävehof. Þær hafa skorað 33 mörk í fjórum leikjum.
- Rússneska liðið er með næst bestu vörnina í Meistaradeildinni. Það hefur fengið að meðaltali 22,5 mörk á sig til þessa. Metz hefur fengið 22,3 mörk á sig að meðaltali og er besta varnarliðið.
- Sögulega hefur Rostov næst besta sigurhlutfallið í Meistaradeild kvenna. Roston hefur unnið 58 leiki af 85 eða 68,2% sigurhlutfall. Ungverska liðið Györ er með besta sigurhlutfallið eða 75%.
- Liðin mætast nú í fyrsta sinn í Evrópukeppni.
FTC – Brest | Laugardagur kl 14.00 | Beint á EHFTV
- FTC er eitt af þremur liðum sem er enn ósigrað í keppninni ásamt Györ og Metz sem eru bæði í B-riðli.
- Ungverska liðið hefur ekki byrjað betur í Meistaradeildinni frá leiktíðinni 2015/16 þegar að það vann fimm leiki og gerði eitt jafntefli í riðlakeppninni.
- Brest hefur ekki gengið vel á útivelli á þessari leiktíð. Hefur tapað fyrir Rostov, 24-26, og Dortmund, 27-30. Franska liðið bíður enn eftir fyrsta útisigrinum á leiktíðinni.
- FTC er ósigrað í öllum mótum á þessu tímabili.
- Þrátt fyrir að hafa spilað 192 leiki í Evrópukeppnum hefur FTC aldrei mætt Brest áður.
Podravka – Esbjerg | Laugardagur kl.16.00 | Beint á EHFTV
- Eftir sigur í fyrsta leik gegn Buducnost hefur Podravka tapað síðustu þremur leikjum sínum og situr í sjöunda sæti riðilsins.
- Esbjerg getur unnið þriðja leikinn í röð. Það situr í þriðja sæti með fimm stig, er aðeins einu stigi frá toppliði Rostov.
- Ef danska liðið vinnur í Króatíu verður það tuttugasti sigurleikur þess í Meistaradeildinni og þar með verða það 26. liðið til að ná þeim árangri í Evrópukeppni.
- Aðeins Metz og Rostov eru með betri vörn en Esbjerg í Meistaradeildinni á leiktíðinni en danska liðið hefur aðeins fengið á sig 24,5 mörk að meðaltali.
- Henny Reistad, sem var valin besti leikmaður Final4 úrslitahelgarinnar á síðasta keppnistímabili, hefur svo sannarlega stimplað sig inn í lið Esbjerg eftir að hún gekk til liðs við það í sumar. Hún er markahæst með 25 mörk í fjórum leikjum.
CSM Búkaresti – Buducnost | Sunnudagur kl 12.00 | Beint á EHFTV
- Buducnost hefur skorað fæst mörk liðanna í Meistaradeildinni á þessari leiktíð, aðeins 90 mörk í fjórum leikjum sem gerir 22,5 að meðaltali.
- Gestirnir eru annað af tveimur liðum sem hefur ekki enn náð að vinna leik í Meistaradeildinni. Hitt liðið eru nýliðar Kastamonu frá Tyrklandi.
- Svartfellska liðið hefur leikið sjö leiki í röð án sigurs í Meistaradeildinni. Takist liðinu ekki að vinna á morgun verður það í fyrsta sinn sem það tapar sjö leikjum í röð í keppninni.
- Cristina Neagu, stjarna CSM, spilaði í fjögur keppnistímabil með Buducnost á árunum 2013-2017. Neagu var í sigurliði Buducnost í Meistaradeildinna fyrir sex árum.
- Rúmenska liðið reiðir sig mjög á útilínuna hjá sér þegar að kemur að markaskorun. Cristina Neagu, Emilie Hegh Arntzen og Elizabeth Omoregie hafa skorað 64 mörk af 109 sem liðið hefur skorað til þessa.
B-riðill
Vipers – CSKA | Laugardagur kl 16.00 | Beint á EHFTV
- Liðin hafa aðeins mæst einu sinni áður í Evrópukeppni en það var í undanúrslitum á síðustu leiktíð. Þá hafði norska liðið betur, 33-30.
- Bæði lið hafa fjögur stig en Vipers hefur spilað fjóra leiki á meðan CSKA hefur aðeins spilað þrjá. Norska liðið hefur fengið öll sín stig á heimavelli á meðan CSKA hefur aðeins tapað einum útileik gegn Györ.
- Um síðustu helgi vann Vipers sinn stærsta sigur í sögu félagsins í Meistaradeildinni er það vann Kastamonu, 39-25.
- Nora Mörk með 27 mörk og Ragnhild Valle Dahl með 23 mörk eru á meðal tíu markahæstu leikmönnum Meistaradeildarinnar.
- Katrine Lunde markvörður Vipers fékk tilboð frá CSKA fyrir þessa leiktíð um að ganga til liðs við félagið. Hún ákvað að halda kyrru fyrir hjá Vipers.
Metz – Györ | Laugardagur kl 16.00 | Beint á EHFTV
- Györ er eina liðið í Meistaradeildinni á keppnistímabilinu sem hefur unnið alla fjóra leiki sína. Metz er einnig taplaust en á aðeins þrjá leiki að baki.
- Í síðustu umferð unnu bæði lið á útivelli. Györ lsagði Odense, 31-26, en Metz hafði betur gegn Krim, 29-28.
- Þessi lið áttust síðast við í Meistaradeildinni í 8-liða úrslitum tímabilið 2016/17 þar sem að Metz vann fyrri leikinn, 32-31, en Györ þann seinni, 28-22.
- Alls hafa þessi lið mæst sjö sinnum áður. Ungverska liðinu hefur vegnað betur. Það hefur unnið sex sinnum en franska liðið einu sinni.
Odense – Krim | Sunnudagur kl 14.00 | Beint á EHFTV
- Þetta verður í fyrsta sinn sem þessi lið mætast í Evrópukeppnum.
- Odense er í fjórða sæti riðilsins með fjögur stig en Krim er í sjötta sæti með tvö stig.
- Danska liðið hefur fengið öll sín stig á útivelli en hefur tapað báðum heimaleikjum sínum til þessa, fyrir Metz og Györ.
- Oceane Sercien Ugolin leikmaður Krim fékk aðsvif pg hné niður í leikslok um síðustu helgi. Hún hefur nú verið útskrifuð af spítala og verður líklega í leikmannahópi Krim á morgun.
Sävehof – Kastamonu | Sunnudagur kl 14.00 | Beint á EHFTV
- Þessi lið sem hafa aldrei mæst áður eru í botnsætum riðilsins.
- Eftir óvæntan sigur á Krim í fyrstu umferð hefur Sävehof tapað þremur leikjum í röð.
- Um síðustu helgi var sænska liðið í hörkleik á móti CSKA í hörkleik en tapaði naumlega 29-28.
- Nýliðar Kastamonu fengu skell í síðustu umferð þegar þeir töpuðu fyrir Vipers, 39-25. Tyrkneska liðið er enn að bíða eftir fyrstu stigum sínum í Meistaradeildinni.
- Jamina Roberts leikmaður Savehof hefur skorað 33 mörk í Meistaradeildinni og er markahæst ásamt Alinu Grijseels.