- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Uppselt er á viðureign Hauka og ÍBV á Ásvöllum

Stefán Rafn Sigurmannsson með Haukum í einu af úrslitaleikjunum við ÍBV í vor. Mynd/Kristján Orri Jóhansson, Olísdeildin
- Auglýsing -

Uppselt er á fjórða úrslitaleik Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla sem fram fer á Ásvöllum í kvöld og hefst klukkan 19. Síðustu aðgöngumiðarnir seldust í gærkvöld, 22 stundum áður leikurinn hefst. Þegar litið var inn á miðasöluappið Stubb í morgunsárið voru aðgöngumiðar ófáanlegir. Eins segir ÍBV á Facebook-síðu sinni í morgun að uppselt sé á leikinn. Reiknað er með fjölda fólks frá Vestmannaeyjum eins og endranær.

Leikurinn hefst klukkan 19 og er rétt að minna áhorfendur á að mæta snemma til leiks því víst er að þröng verður á þingi, bæði innanhúss og eins utan þar sem flest ef ekki öll bílastæði í nágrenni Ásvallar verða nýtt.

Þar sem uppselt er á Ásvelli má reikna með að ekki færri en 2.000 áhorfendur mæti á svæðið og að stemningin verði svipuð og á oddaleik liðanna um Íslandsmeistaratitlinn fyrir níu árum þegar ekki fannst það gólfpláss utan við keppnisvöllinn þar sem var ekki annað hvort staðið eða setið.

ÍBV hefur tvo vinninga en Haukar einn eftir sigur í Vestmannaeyjum á föstudagskvöld, 34:28.

Ef Haukar vinna leikinn í kvöld kemur til oddaleiks í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn. Ef ÍBV fer með sigur af hólmi taka leikmenn liðsins við Íslandsmeistaratitlinum og sigla heim með sigurlaunin.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -