Boltinn hélt áfram að rúlla í Meistaradeild kvenna í dag með þremur leikjum og þar með lauk 1.umferðinni. Þýska liðið Bietigheim tók á móti löskuðu liði Esbjerg á heimavelli sínum þar sem heimaliðið byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir tíu mínútna leik var staðan 5:5. Þá urðu kaflaskil í leiknum og gestirnir frá Danmörku tóku öll völd á vellinum og fóru með sjö marka forystu inní hálfleikinn, 19:12.
Einstefnan hélt áfram í þeim síðari og fór svo að lokum að Esbjerg fór með sigur af hólmi, 33:26. Mesta athygli vakti þó að Esjbjerg var aðeins með 11 leikmenn á skýrslu í þessum leik en margir leikmenn liðsins er fjarri góðu gamni vegna meiðsla um þessar mundir.
Podravka tók á móti Buducnost þar sem gestirnir frá Svartfjallalandi byrjuðu leikinn mun betur og voru komnar í 10:3 eftir þrettán mínútna leik og fóru inn í hálfleikinn með fimm marka forystu, 17:12. Það var heldur betur allt annað uppá teningnum í seinni hálfleiknum og það tók króatíska liðið aðeins sjö mínútur að ná yfirhöndinni, 19:18. Þá forystu létu liðið aldrei af hendi og hafði að lokum þriggja marka sigur, 29:26.
Í lokaleik dagsins áttust svo við CSM Bucaresti og Metz þar sem þær frönsku voru fyrirfram taldar sigurstranglegri. Þær rúmensku blésu á allt slíkt tal. Þær sýndu heldur betur klærnar sem og þeirra bestu leikmenn á borð við Chrstina Neagu sem átti algjöran toppleik. Hún skoraði 12 mörk og varð markahæsti leikmaðurinn í 1. umferð. CSM Búkaresti vann öruggan fimm marka sigur, 31:26.
Bietigheim 26:33 Esbjerg (12:19)
Mörk Bietigheim: Julia Maidhof 5, Luisa Schulze 4, Kim Naidzinavicius 3, Stine Jorgensen 3, Kim Braun 3, Karolina Kudlacz-Gloc 2, Xenia Smits 2, Trine Jensen 2, Antje Lauenroth 1, Amelie Berger 1.
Varin skot: Emily Sando 8, Valentyna Salamakha 1.
Mörk Esbjerg: Marit Rosberg Jacobsen 8, Mette Tranborg 7, Sanna Solberg 5, Sonja Frey 5, Kristine Breistol 4, Marit Malm Frafjord 3, Kaja Nielsen 1.
Varin skot: Rikke Poulsen 8, Rikke Granlund 1.
Podravka 29:26 Buducnost (12:17)
Markaskorarar Podravka: Ana Turk 6, Azenaide Carlos 5, Aneja Beganovic 5, Selena Milosevic 4, Lamprini Tsakalou 3, Dejana Milosavljevic 3, Dijana Mugosa 2, Korina Karlovcan 1.
Varin skot: Yuliya Dumanska 16.
Markaskorarar Buducnost: Andrea Lekic 9, Allison Pineau 6, Majda Mehmedovic 3, Nikolina Vukcevic 3, Sara Gugac 3, Radmila Petrovic 1, Anastasija Marsenic 1.
Varin skot: Barbara Arenhart 8, Armelle Attingré 3.
CSM Bucaresti 31:26 Metz (17:10)
Mörk CSM: Christina Neagu 12, Barbara Lazovic 5, Crina Pintea 3, Carmen Martin 2, Martine Smeets 2, Elizabeth Omoregie 2, Laura Moisa 2, Alexandrina Barbosa 1, Siraba Dembele 1, Gabriela Perianu 1.
Varin skot: Jelena Grubisic 12.
Mörk Metz: Olga Perederiy 4, Tjasa Stanko 4, Louise Burgaard 3, Helene Sajka 3, Melvine Deba 3, Orlane Kanor 3, Meline Nocandy 2, Debbi Bont 1, Laura Kanor 1, Maud-Eva Copy 1, Sarah Bouktit 1.
Varin skot: Hatadou Sako 5, Ivana Kapitanovic 4.
Um leiki gærdagsins má lesa á hlekknum hér fyrir neðan.