- Auglýsing -
Ungmennalið Selfoss vann í kvöld annan leik sinn er þeir lögðu Vængi Júpíters í Hleðsluhöllinni á Selfossi, 29:21, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:12. Eftir sigur í fyrstu umferð deildarinnar í haust hafa leikmenn Vængja Júpíters ekki fengið byr undir báða vængi í síðustu leikjum. Nú er liðið í neðri hluta deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir fimm leiki.
Selfoss-liðið var talsvert sterkara þegar kom fram í síðari hálfleik í Hleðsluhöllinni og verðskuldaði svo sannarlega þennan kærkomna sigur. Alls skoruðu 11 leikmenn mörk fyrir Selfoss að þessu sinni.
Mörk Selfoss: Arnór Logi Hákonarson 8, Sölvi Svavarsson 3, Gunnar Flosi Grétarsson 3, Elvar Elí Hallgrímsson 3, Sæþór Atlason 2, Ísak Gústafsson 2, Andri Dagur Ófeigsson 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 2, Haukur Páll Hallgrímsson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 1, Vilhelm Freyr Steindórsson 1.
Mörk Vængja Júpíters: Jón Hjálmarsson 7, Andri Hjartar Grétarsson 4, Gísli Steinar Valmundsson 3, Aron Heiðar Guðmundsson 2, Arnþór Örvar Ægisson 2, Viktor Jóhannsson 1, Brynjar Loftsson 1, Leifur Óskarsson 1.
Nánari umfjöllun er að finna hér.
- Auglýsing -