- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn eru á leiðinni til Baia Mare

Leikmanna Vals bíður erfiðir leikir við rúmenska liðið CS Minaur Baia Mare á sunnudaginn. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Karlalið Vals lagði af stað til Rúmeníu snemma í morgun en liðsins bíður á sunnudaginn síðari viðureignin við rúmenska liðið Minaur Baia Mare í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik. Eftir átta marka sigur á heimavelli á sunnudaginn, 36:28, stendur Valur vel að vígi.

Valsliðið flaug til Þýskalands og gistir í München í nótt. Frá München verður flogið til Cluj í Transylvaníu, eða Sjöborgalands, í norðurhluta Rúmeníu. Um 100 km er frá Cluj, næst fjölmennustu borgar Rúmeníu, til Baia Mare í nyrst í landinu, aðeins um 50 km frá landamærunum að Úkraínu.

Leikmenn Vals, þjálfarar og aðrir starfsmenn koma til Baia Mare síðdegis á morgun. Ráðgert er að liðið nái léttri æfingu klukkan 18.30 að staðartíma, 15.30 að íslenskum. Önnur æfing verður á laugardaginn.

Sunnudagur klukkan 15

Leikur Minaur Baia Mare og Vals hefst klukkan 15 á sunnudaginn. Ekki er víst að streymt verði frá leiknum. Textalýsing verður á vef EHF, eurohandball.com. Ef upplýsingar um streymi berast handbolta.is til eyrna verður vitanlega greint frá því.

Leikurinn ytra verður sá 12. hjá Valsliðinu í Evrópubikarkeppninni á leiktíðinni. Valur hefur unnið allar viðureignirnar til þessa.

Króatar og Ungverji

Króatar dæma leikinn auk þess sem ungverskur eftirlitsmaður verður á vaktinni.

Samanlagður sigurvegari leikjanna tveggja á milli Vals og Baia Mare mætir annað hvort ungverska liðinu Ferencváros (FTC) eða gríska liðinu Olympiacos í tveimur úrslitaleikjum 18. eða 19. maí annars vegar og 25. og 26. maí. Dregið verður um hvort liðið fær heimaleik fyrri helgina.

FTC og Olympiacos skildu jöfn, 28:28, í fyrr viðureigninni í Búdapest síðustu helgi. Liðin reyna aftur með sér í Aþenu á laugardaginn.

Þess má geta að Baia Mare merkir gullnáma en slíkar var og er að finna nærri borginni. Íbúar eru um 110 þúsund.

Sjá einnig:
Endurtekur Valur leikinn frá 1980?

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -