- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn fara heim með nauman sigur frá Búkarest

Leikmenn Vals unnu með eins marks mun í Búkarest. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Valur vann nauman sigur á Steaua Búkarest, 36:35, í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í Búkarest í dag. Síðari viðureign liðanna fer fram í N1-höll Valsara á Hlíðarenda á laugardaginn.

Leikmenn Vals voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi og höfðu talsverða yfirburði framan af. Mestur varð munurinn sex mörk í fyrri hálfleik, 13:7. Þegar leiktíminn í fyrri hálfleik var úti var forskot Vals fjögur mörk, 18:14.

Úlfar Páll Monsi Þórðarson kom Val fimm mörkum yfir strax í upphafi síðari hálfleiks og útlitið var gott. Heimamenn hófu að bíta frá sér og forskot Vals var komið niður í tvö mörk, 23:21, eftir nærri 10 mínútur í síðari hálfleik. Á ný náði Valur fimm marka forskoti, 23:28, þegar 16 mínútur voru til leiksloka.

Leikmenn Steaua voru ekki af baki dottnir. Þeir blésu til sóknar á ný og lánaðist að jafna metin í fyrsta sinni, 30:30, þegar átta mínútur voru til leiksloka. Val tókst að halda frumkvæðinu á lokamínútunum og vinna nauman sigur, 36:35.

Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 7, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 7, Magnús Óli Magnússon 6, Tjörvi Týr Gíslason 4, Allan Norðberg 3, Aron Dagur Pálsson 2, Agnar Smári Jónsson 2, Alexander Petersson 1, Andri Finnsson 1, Björgvin Páll Gústavsson 1, Ísak Gústafsson 1, Vignir Stefánsson 1,
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15, 30%.

Mörk Steaua: Alexandru Mihai Tarita 7, Valentin Marian Ghionea 6, Gabriel Sebastian Burlacu 5, Kristo Milosevoc 4, Ovidiu Irimia 4, Ciprian Sandru 4, Nemanja Grbovoc 3, Sabin Constantina 1, Milan Popovic 1.
Varin skot: Ionut Ciprian Iancu 13, 27%.

Úrslit annarra leikja í 8-liða úrslitum:
FTC (Ferencváros) - Tatran Presov 32:29.
Olympiacos - MRK Krka 31:26.
CS Minaur Baia Mare - Bregenz 37:31.
Sigurliðið um rimmu Vals og Steaua mætir sigurliðinu úr viðureign CS Minaur Baia Mare og Bregenz Handball.

Handbolti.is reyndi eftir megni fylgjast með framvindu leiksins í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -