- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn flugu áfram í 32-liða úrslit

Björgvin Páll Gústavsson átti framúrskarandi leik fyrir Val í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Valsmenn flugu áfram í 32-liða úrslit í Evrópubikarkeppninni í handknattleik karla í dag þegar þeir unnu Põlva Serveti öðru sinni á tveimur dögum í Põlva í Eistlandi. Eftir þriggja marka sigur í gær þá vann Valur með 11 marka mun í dag, 39:28, eftir að hafa verið með fimm marka forskot þegar fyrri hálfleikur varð afstaðinn, 19:14.


Valsmenn geta svo sannarlega vel við unað að hafa unnið tvo sannfærandi sigra á útivelli. Árangurinn er framhald af góðum upphafskafla liðsins í Olísdeildinni á undanförum vikum.

Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður minnti vel á sig í Põlva í dag. Hann varði 15 skot, 42%. Sló frammistaða hans vopnin úr höndum heimamanna sem voru skrefi á eftir frá upphafi til enda.

Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 6, Andri Finnsson 6, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 5, Magnús Óli Magnússon 5, Alexander Petersson 4, Aron Dagur Pálsson 3, Allan Norðberg 3, Tjörvi Týr Gíslason 2, Agnar Smári Jónsson 1, Viktor Sigurðsson 1, Ísak Gústafsson 1, Róbert Aron Hostert 1.
Varin skot: Börgvin Páll Gústavsson 15, 42,8% – Arnar Þór Fylkisson 1, 12,5%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -