- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn koma heim með fjögurra marka forskot í farteskinu

Benedikt Gunnar Óskarsson er nú leikmaður norsku meistarana Kolstad. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við náðum nokkrum góðum hraðaupphlaupum í síðari hálfleik og þá skildu leiðir,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals í samtali við handbolta.is í kvöld eftir góðan fjögurra marka sigur Valsara, 35:31, á HC Motor frá Úkraínu í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Michalovce Slóvakíu. Síðari leikurinn verður í Origohöllinni eftir viku.


HC Motor var marki yfir eftir fyrri hálfleik, 17:16, en fljótlega í síðari hálfleik náðu Valsarar frumkvæðinu og héldu því til leiksloka. Standa Valsmenn þar af leiðandi vel að vígi fyrir síðari leikinn.

„Leikurinn var erfiður framan af. Markvörðurinn þeirra var góður og það hefði ef til vill ekki verið ósanngjarnt að þeir hefðu verið þremur yfir í hálfleik. Svo fór allt spilið hjá þeim í gegnum einn mann sem er góður,“ sagði Óskar Bjarni ennfremur og vísaði þar í landsliðsmanninn Zakhar Denysov.

Lítil breidd hjá Motor

„Vörnin var góð hjá okkur í leiknum, ekki síst í síðari hálfleik. Þá fengum við hraðaupphlaupin sem munaði mikið um. Eins urðu þeir þreyttir leikmenn HC Motor enda ekki með mikla breidd, minni en við,“ sagði Óskar Bjarni sem var án Magnúsar Óla Magnússonar og Arons Dags Pálssonar í leiknum. Báðir eru meiddir auk þess sem Alexander Petersson er í láni fram til mánaðamóta hjá félagsliði í Katar. Þess utan er Ísak Gústafsson meiddur á fingri en gat engu að síður tekið þátt í leiknum. Fleiri yngri leikmenn eru meiddir og urðu eftir heima eins og t.d. Breki Hrafn Valdimarsson

Anton Rúnarsson aðstoðarþjálfari var á leikskýrslu hjá Val í dag en hann þurfti ekki að blanda sér beint í leikinn.

Ferðast inn í nóttina

„Þetta var bara mjög góður sigur hjá okkur,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals sem heldur rakleitt frá Michalovce til Póllands í kvöld til þess að ná flugi heim. „Við erum að gleypa í okkur matinn og drífum okkur síðan af stað.“

Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 11, Viktor Sigurðsson 6, Ísak Gústafsson 5, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 4, Róbert Aron Hostert 3, Tjörvi Týr Gíslason 2, Andri Finnsson 2, Agnar Smári Jónsson 1, Allan Norðberg 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 8, 21%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -