- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn unnu toppslaginn

Allan Norðberg í leik með Val gegn FH. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Valur hafði betur á endasprettinum í viðureigninni við FH í annarri umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Origohöllinni í kvöld, 27:26, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 17:16, í hörkuleik. FH-ingar náðu sé ekki eins vel á strik í sóknarleiknum og gegn Aftureldingu í fyrstu umferð, ekki síst Aron Pálmarsson sem skoraði aðeins tvö mörk úr átta tilraunum en skapaði reyndar átta marktækifæri, þar af voru sex stoðsendingar.

Rautt spjald eftir 12 mínútur

Eftir fjörugar upphafsmínútur varð Valsliðið fyrir áfalli eftir 12 mínútur þegar Benedikt Gunnar Óskarsson fékk beint rautt spjald eftir að vítakast hans fór í höfuð frábærs markvarðar FH, Daníels Freys Andréssonar. Staðan var þá jöfn, 6:6.

Valsmenn voru nokkra stund að ná áttum eftir brottreksturinn auk þess sem nokkrir tveggja mínútan brottrekstrar fylgdu í kjölfarið. FH komst yfir, 12:9, áður en Valsmönnum tókst að stilla stefna á nýjan leik og jafna metin áður en hálfleikurinn var úti. Jón Bjarni Ólafsson skoraði síðasta mark FH í fyrri hálfleik rétt áður en leiktíminn var á enda.

Kaflaskipti eftir leikhlé

Varnarleikurinn harðnaði í upphafi síðari hálfleiks og spenna virtust í mönnum. Nokkuð var einföld mistök og illa gekk að skora. FH-ingum tókst þó um síðir að ná þriggja marka forskoti, 20:17, þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Óskar Bjarni Óskarsson tók þá leikhlé skiptinn inn á óþreyttum mönnum eins og Ísak Gústafssyni og Viktori Sigurðssyni. Þeir ásamt Magnúsi Óla Magnússyni og Úlfari Páli Monsa Þórðarsyni snéru við stríðsgæfu Valsara í sókninni.

Þeir jöfnuðu metin 21:21 og komst loks yfir. Forystuna gáfu þeir aldrei eftir þótt ekki væri munurinn mikill. Björgvin Páll Gústavsson veðraðist allur upp í markinu síðasta stundarfjórðunginn og varði allt hvað af tók. Allt lagðist á eitt auk þess sem varnarleikurinn var góður. Tókst að halda aftur af FH-ingum sem máttu játa sig sigraða.

Daníel Freyr Andrésson átti stórleik í marki FH. Hann varði 19 skot, liðlega 41%.

Flýtt vegna Evrópuleikja

Leiknum var flýtt vegna þátttöku beggja liða í Evrópubikarkeppninni um næstu helgi. FH leikur í tvígang í Grikkland en Valur tvisvar sinnum í Kánas í Litáen.

Mörk Vals: Magnús Óli Magnússon 7/2, Vignir Stefánsson 3, Viktor Sigurðsson 3, Aron Dagur Pálsson 2, Agnar Smári Jónsson 2, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 2, Benedikt Gunnar Óskarsson 2/2, Ísak Gústafsson 2, Alexander Petersson 1, Allan Norðberg 1, Tjörvi Týr Gíslason 1, Andri Finnsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/1, 33,3%.

Mörk FH: Birgir Már Birgisson 4, Símon Michael Guðjónsson 4, Jóhannes Berg Andrason 4, Leonharð Þorgeir Harðarson 3, Einar Bragi Aðalsteinsson 3, Ásbjörn Friðriksson 3, Aron Pálmarsson 2, Ágúst Birgisson 1, Jakob Martin Ásgeirsson 1, Jón Bjarni Ólafsson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 19/2, 41,3%.

Leikjadagskrá Olísdeilda.

Handbolti.is var í Origohöllinni og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -