- Auglýsing -
Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í 3. flokki karla í handknattleik. Valur vann Hauka í hörku úrslitaleik að Varmá í Mosfellsbæ, 34:32, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik.
Valsmenn voru lengst af með frumkvæðið í viðureigninni. Haukar gerðu hvað þeir gátu til að jafna metin undir lokin en allt kom fyrir ekki.
Breki Hrafn Valdimarsson, úr Val, var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Hann skoraði 12 mörk.
Mörk Hauka: Gísli Jóhannsson 8, Róbert Snær Örvarsson 6, Birkir Steinsson 5, Alex M. Júlíusson 3, Össur Haraldsson 3, Ásgeir Bryde Þórðarson 3, Andri Elísson 2, Steinar Logi Jónatansson 1, Egill Magnússon 1.
Mörk Vals: Breki Hrafn Valdimarsson 12, Dagur Fannar Möller 8, Ísak Logi Einarsson 5, Tryggvi Garðar Jónsson 4, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 2, Hlynur Freyr Geirmundsson 2, Daníel Örn Guðmundsson 1.
Leikmenn Íslandsmeistara Vals í 3. flokki karla eru: Guðmundur Imsland, Breki Hrafn Valdimarsson, Hlynur Freyr Geirmundsson, Tryggvi Garðar Jónsson, Daníel Örn Guðmundsson, Daníel Franz Davíðsson, Ísak Logi Einarsson, Ásgeir Theodór Jónsson, Jóhannes Jóhannesson, Dagur Fannar Möller, Knútur Gauti Eymarsson Krüger, Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Haraldur Helgi Agnarsson, Hilmar Már Ingason.
- Auglýsing -