- Auglýsing -
Valur og ÍBV leika til úrslita í Poweradebikar kvenna í handknattleik í Laugardalshöll klukkan 13.30 í dag. Hér fyrir neðan er teknar saman nokkrar staðreyndir um liðin.
- Valur og ÍBV hafa einu sinni mæst í úrslitaleik í bikarkeppni kvenna, árið 2012. Valur vann örugglega 27:18.
- ÍBV er í efsta sæti Olísdeildar kvenna með 32 stig eftir 18 leiki.
- Valur er í öðru sæti Olísdeildar kvenna með 32 stig eftir 19 leiki.
- ÍBV vann tvær af þremur viðureignum liðanna í deildinni á tímabilinu en Valur vann einn leik.
- Síðast mættust liðin í Vestmannaeyjum 25. febrúar. ÍBV vann með eins marks mun, 29:28. Harpa Valey Gylfadóttir skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins.
- ÍBV hefur leikið 18 leiki í röð í deildinni og í bikarnum án taps.
Valur leikur til úrslita í fimmtánda sinn frá 1976 þegar keppt var fyrst í bikarkeppninni. - Valur hefur unnið bikarinn átta sinnum, síðast 2022, með sigri á Fram, 25:19.
- ÍBV leikur til úrslita í áttunda sinn frá 1976 þegar keppt var fyrst í bikarkeppninni.
- ÍBV hefur unnið bikarinn þrisvar sinnum, síðast 2004, með sigri á Haukum, 35:32.
- Valur lék í fyrsta sinn til úrslita í bikarkeppninni árið 1983 og tapaði fyrir ÍR, 18:17.
- ÍBV lék fyrst til úrslita í bikarkeppninni 1994 og tapaði fyrir Stjörnunni, 19:17.
- Valur vann bikarinn í fyrsta skipti árið 1993 með sigri á Stjörnunni í úrslitaleik, 25:23.
- ÍBV vann bikarinn í fyrsta sinn árið 2001 með sigri á Haukum, 21:18, eftir framlengingu.
- ÍBV lék síðast í úrslitum bikarkeppninnar árið 2012.
- Sigurður Bragason þjálfari ÍBV mætir til leiks í dag eftir að hafa tekið út tveggja leikja bann. Hann verður bikarmeistari í fyrsta sinn sem þjálfari í kvennaflokki í dag vinni ÍBV leikinn.
- Ágúst Þór Jóhansson þjálfari Vals vann bikarinn í fyrsta sinn sem þjálfari árið 2000. Ágúst Þór stýrði Val spariklæddur til sigurs á Gróttu, 27:23, í framlengdri viðureign.
- Auglýsing -