- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur Íslandsmeistari 2025

Hildur Björnsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir fyrirliða og Íslandsmeistarar Vals 2025. Ljósmynd/Ívar
- Auglýsing -

Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í handknattleik kvenna þriðja árið í röð og í 20. skipti frá upphafi. Valur vann Hauka, 30:25, í þriðja úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í N1-höllinni á Hlíðarenda. Þetta er þriðja árið í röð sem Valur vinnur úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í þremur viðureignum. Valur vann einnig Hauka fyrir ári en ÍBV vorið 2023. Þar á ofan hefur Valur aðeins tapað einum leik í allri úrslitakeppninni á undanförnum þremur árum.


Íslandsmeistaratitillinn bætist við deildarmeistaratitilinn og Evrópubikarinn sem liðið vann svo eftirminnilega fyrir rúmri viku.

Liðin skiptust á um að vera með yfirhöndina í fyrri hálfleik í kvöld. Þegar leið nærri lokamínútum hálfleiksins refsaði Valur leikmönnum Hauka fyrir hver mistök og náði þriggja marka forskoti, 14:11.
Í síðari hálfleik var Valsliðið mun betra. Hafdís Renötudóttir fór þriðja leikinn í röð á kostum í markinu. Skal engan undra þótt hún væri í leikslok valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar.

Miklar breytingar verða á Valsliðinu í sumar. Þjálfari þess frá 2017 Ágúst Þór Jóhannsson hættir og tekur við karlaliðinu. Elín Rósa Magnúsdóttir flytur til Þýskalands og gengur til liðs við Blomberg-Lippe. Þar á ofan hætta Hildigunnur Einarsdóttir og Sigríður Hauksdóttir.

Vafalaust er kvennalið Vals öflugasta kvennalið í handknattleik hér á landi frá upphafi. Breiddin í leikmannahópnum er mikil og reynslan orðin mikil.


Mörk Vals: Lovísa Thompson 6, Thea Imani Sturludóttir 5, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4/2, Elísa Elíasdóttir 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 20/1, 46,5%.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 10/5, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 6, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 3, Sara Katrín Gunnarsdóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Sara Odden 2.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 12/1, 28,6%.

Tölfræði HBStatz.

Handbolti.is var á Hlíðarenda og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -