Valur varð í gær Íslandsmeistari í 4. flokki kvenna með sigri á HK í úrslitaleik, 24:20. Staðan í hálfleik var 15:9 Val í hag. Leikurinn fór fram í Kórnum.
Mörk Vals: Laufey Helga Óskarsdóttir 12, Anna Margrét Alfreðsdóttir 4, Sara Sveinsdóttir 4, Hekla Hrund Andradóttir 2, Alba Mist Gunnarsdóttir 1, Lena Líf Orradóttir 1.
Mörk HK: Auður Guðmundsdóttir 4, Hekla Sóley Halldórsdóttir 4, Emilía Guðný Magnúsdóttir 3, Ísabella Haraldsdóttir 3, Rakel Sara Ægisdóttir 3, Elísabet Anna Jónsdóttir 1, Embla Rán Þórhallsdóttir 1, Helga Jenný Vigfúsdóttir 1, Hildur Elva Heiðarsdóttir 1, Ísold Svava Erlingsdóttir 1.
Valur vann ÍR, 25:17, í undanúrslitum. HK lagði Fram í undanúrslitum, 28:22.

Laufey Helga Óskarsdóttir leikmaður Vals átti stórleik og skoraði 12 mörk og var valin besti leikmaður úrslitaleiksins.
Undanúrslit yngri flokka fara fram í Kórnum í dag