- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur leikur til úrslita í Evrópubikarnum

Leikmenn og stafsmenn Vals fagna sigri í Baia Mare og sæti í úrslitum Evrópubikarkeppninnar. Ljósmynd/Dragomir Ovidiu
- Auglýsing -

Karlalið Vals í handknattleik hefur unnið það afrek að leika til úrslita í Evrópubikarkeppninnni í handknattleik karla. Valur vann rúmenska liðið Minaur Baia Mare öðru sinni í dag, 30:24, í Rúmeníu og samanlagt 66:52. Valur hefur leikið 12 leiki í Evrópubikarkeppninni á tímabilinu og unnið alla.

Valur leikur við gríska liðið Olympiacos í tveimur úrslitaleikjum sem fram fara 18. eða 19. maí og 25. eða 26. maí. Dregið verður á þriðjudaginn um það hvort Valur fær heimaleikinn fyrri eða síðari helgina.

Eftir átta marka sigur á heimavelli fyrir viku, 36:28, stóðu Valsmenn vel að vígi fyrir viðureignina í dag. Í ljósi reynslunnar var ekkert í hendi. Leikmenn Baia Mare skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins í dag. Síðan má segja að Valsmenn hafi tekið leikinn yfir. Að loknum 10 mínútum var forskot Vals, 3:7. Þjálfari Baia Mare tók leikhlé til að berja í brestina. Það hafði ekkert að segja. Einstefna Valsmanna hélt áfram allt til loka fyrri hálfleiks þegar staðan var 17:8.

Sjá einnig: „Ég er orðlaus og stoltur“

Valsmenn héldu í horfinu í síðari hálfleik enda blasti sæti í úrslitum við þeim.

Þetta er í fyrsta sinn í 44 ár sem íslenskt félagslið kemst í úrslit í Evrópukeppni félagsliða. Lið Vals lék til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða fyrir 44 árum en beið lægri hlut í einum úrslitaleik fyrir þýska liðinu Grosswallstadt.

Mörk Vals: Andri Finnsson 9, Benedikt Gunnar Óskarsson 4, Agnar Smári Jónsson 3, Vignir Stefánsson 3, Tjörvi Týr Gíslason 3, Aron Dagur Pálsson 2, Magnús Óli Magnússon 2, Alexander Pettersson 1, Allan Norðberg 1, Björgvin Páll Gústavsson 1, Ísak Gústafsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 11/1, 31,4%.

Handbolti.is fylgdist eftir megni með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -