Valur mætir þýska handknattleiksliðinu MT Melsungen í 4. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda klukkan 19.45 annað kvöld. Melsungen er í í efsta sæti þýsku deildarinnar og hefur innan sinna raða tvo íslenska landsliðsmenn, Arnar Frey Arnarsson og Elvar Örn Jónsson.
Miðasala er stubb.is.
Til kynningar á leiknum annað kvöld tók handknattleiksdeild Vals neðangreint myndband saman. Í myndbandinu er rætt við leikmenn og þjálfara Vals og Elvar Örn Jónsson landsliðsmann og leikmann MT Melsungen.
- Auglýsing -