- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur og Haukar leika gegn liðum sem mættust fyrir ári

Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslands- og bikarmeistarar Vals og Haukar leika í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna um helgina. Valur hélt af stað eldsnemma í morgun áleiðis til Litáen. Haukar fara af landi brott í fyrramálið til Belgíu. Bæði íslensku liðin seldu heimaleiki sína í fyrstu umferð og leika þar af leiðandi tvisvar sinnum ytra á laugardag og sunnudag.

Mættust á síðasta ári

Valsliðið kemur væntanlega upp úr miðjum degi til Kaunas í Litáen. Framundan eru viðureignir við Zalgiris Kaunas á laugardag og sunnudag. Svo merkilega vill til að Zalgiris Kaunas tapaði í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar fyrir ári eftir tvo leiki við belgíska liðið KTSV Eupen sem Haukar mæta í Eupen í Belgíu um helgina. KTSV Eupen vann samanlagt með sjö marka mun.

Viðureignir Zalgiris Kaunas og Vals hefjast klukkan 14 báða leikdaga.

Fyrsti leikir í rúm sjö ár

Kvennalið Hauka hefur ekki tekið þá í Evrópukeppni í nærri átta ár. Síðustu leikirnir voru gegn hollenska liðinu Virto/Quintus í febrúar 2017.

Haukar, líkt og Valur, renna blint í sjóinn fyrir leik sína við KTSV Eupen.

Eftir sigurinn á Zalgiris Kaunas í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar á síðustu leiktíð féll KTSV Eupen úr leik eftir tvo mikla markaleiki, heima og að heiman, gegn HC Gjorche Petrov-WHC Skopje frá Norður Makedóníu. HC Gjorche Petrov-WHC Skopje sló út KA/Þór í tveimur leikjum nyrðra haustið 2022.

Litlar upplýsingar að finna

Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka sagði litlar upplýsingar hafa um lið KTSV Eupen. Ljóst væri þó að nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum frá síðasta tímabili. Þegar litið er yfir leikmannahóp KTSV Eupen á heimasíðu Handknattleikssambands Evrópu er ljóst að um fjölbreyttan hóp leikmanna er að ræða frá Frakklandi, Þýskalandi og Póllandi auk Belgíu.

Viðureign Hauka og KTSV Eupen á laugardaginn hefst klukkan 14 en einni stund síðar á sunnudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -