Evrópubikarmeistarar Vals verða að mæta til leiks strax í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar kvenna í handknattleik í lok september. Íslandsmeistararnir eru eitt 18 liða í fyrstu umferð. Sigurliðin níu úr fyrstu umferð komast áfram í aðra umferð forkeppninnar sem leikin verður í nóvember, rétt áður en keppni félagsliða í handknattleik kvenna í Evrópu fer í frí vegna heimsmeistaramótsins.
Óhætt er að segja að Valsliðið verði að feta einstigi á leið sinni í riðlakeppni Evrópudeildar kvenna.
Aðeins 16 lið taka þátt í riðlakeppni Evrópudeildar, af þeim verða 33 lið að kljást um hin 11 sætin í tveimur umferðum forkeppni.
Dregið verður í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar á næsta þriðjudag, 15. júlí.
Liðin 18 sem taka þátt í 1. umferð:
Skara HF (Svíþjóð)
LC Brühl Handball (Sviss)
DHK Baník Most (Tékkland)
ŽRK Rauða stjarnan (Serbía)
Armada Praxis Yalikavakspor SK (Tyrkland)
Hypo Niederösterreich (Austurríki)
Sport Lisboa e Benfica (Portúgal)
O.F.N. Ionias (Grikkland)
JuRo Unirek VZV (Holland)
Valur (Ísland)
IK Sävehof (Svíþjóð)
SPONO Eagles (Sviss)
Horsens Håndboldklub Elite, (Danmörk)
Molde Elite (Noregur)
CS Rapid Bucuresti (Rúmenía)
ES Besançon Féminin (Frakkland)
Motherson Mosonmagyaróvári KC (Ungverjaland)
GC Amicitia Zürich (Sviss)
Liðin 15 sem koma inn í 2. umferð forkeppninnar 8. og 16. nóvember:
Viborg HK (Danmörk).
HSG Blomberg-Lippe (Þýskaland).
HSG Bensheim/Auerbach Flames (Þýskaland).
Tertnes Bergen (Noregur).
CS Minaur Baia Mare (Rúmenía).
JDA Bourgogne Dijon Handball (Frakkland).
MOL Esztergom (Ungverjaland).
HC Lokomotiva Zagreb (Króatía).
KGHM MKS Zaglebie Lubin (Pólland).
VfL Oldenburg (Þýskaland).
Larvik Håndballklubb (Noregur).
Chambray Touraine Handball (Frakkland).
Super Amara Bera Bera (Spánn).
HC Dalmatinka Ploce (Króatía).
PGE MKS FunFloor Lublin (Pólland).
Fjögur lið sem komast beint í riðlakeppnina:
Thüringer HC (Þýskalandi).
Nykøbing Falster Håndbold (Danmörk).
Sola HK (Noregur).
CSM Corona Brasov (Rúmenía).
Thüringer HC stóð uppi sem sigurvegari í Evrópudeild kvenna í vor.