- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Var mjög ánægður með varnarleikinn

Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Aftureldingar og leikmenn. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég var mjög ánægður með varnarleikinn allan tímann gegn þessum landsliðsskyttum sem Valur hefur innan sinn vébanda. Þetta er eitthvað sem við getum byggt ofan á,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Aftureldingar í samtali við handbolta.is í kvöld að Varmá eftir sex marka tap Aftureldingarliðsins fyrir Íslandsmeisturum Vals, 29:23.

Markmið að drepa niður hraðann

„Það var markmið okkar að drepa niður hraðann í leiknum með því að leika sjö á sex í sókninni allan leikinn. Maður verður að gera eitthvað til að brjóta upp leikinn gegn svona sterku liði eins Val,“ sagði Guðmundur Helgi og brosti í kampinn og fór ekkert í grafgötur með að sóknarleikur Aftureldingar hafi ekki átt að fara í hlaup og hraða.

Fórnarkostnaður

„Maður má ekki láta hlaupa yfir sig. Vissulega fengum við á okkur nokkur mörk vegna þess að enginn var í markinu hjá okkur en það er ákveðinn fórnarkostnaður sem fylgir að leika sjö á sex. Mörkin voru kannski þremur of mörg sem við fengum á okkur í þessari stöðu vegna þess að við töpuðum boltanum nokkrum sinnum á full ódýran hátt,“ sagði Guðmundur Helgi og undirstrikaði að hann væri stoltur af sínu lið eftir leikinn.

„Frammistaðan var mjög flott hjá langflestum leikmönnum.“

Mikilvægur leikur framundan

Afturelding er með tvö stig eftir sjö leiki þegar þriðjungur deildarkeppninnar er að baki. Guðmundur Helgi sagði lið sitt vera aðeins undir væntingum við stigasöfnun en aðeins tvö stig eru inni á reikningnum.

„Við eigum heimaleik við ÍR í næstu umferð á heimavelli. Það er mjög mikilvægur leikur gegn liði sem hefur leikið mjög vel. Síðan taka við leikir gegn Stjörnunni og Haukum áður en hlé verður gert á Olísdeildinni vegna HM.“

Skuldum tvö stig

„Deildin er að spilast nokkurn veginn eins og maður reiknaði með. Við skuldum okkur tvö stig eftir fyrsta þriðjunginn. Við ætlum og munum ná í þau einhverstaðar. Meðan við erum í framför þá hef ég engar áhyggjur af framhaldinu,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Aftureldingar í samtali við handbolta.is í kvöld.

Afturelding náði að stríða Íslandsmeisturunum

Sýndum gæði síðasta stundarfjórðunginn

Staðan og næstu leikir í Olísdeildunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -