„Staðan á okkur er góð eftir undirbúning síðustu daga,“ segir Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, í samtali við handbolta.is en Viggó er mættur er á sitt sjöunda stórmót með íslenska landsliðinu. Fram undan er fyrsti leikur við Ítalíu á morgun klukkan 17. Viggó hefur glímt við meiðsli af og til í haust en væntir þess að þau slái hann ekki út af laginu þegar út í alvöruna verður komið á EM.
Heldur spilunum þétt að sér
„Eftir því sem lengra líður á þann tíma sem ég er í lagi, þeim mun betra. Vissulega er þetta eitthvað sem ég er með í hausnum en reyni eftir megni að halda þeim niðri,“ segir Viggó og heldur spilunum þétt að sér.
Viggó segir nokkra leikmenn ítalska landsliðsins úr þýska handboltanum. Hann segir þá vera góða. „Með marga aðra þá rennur maður blint í sjóinn. Við verðum bara að búa okkur vel undir viðureignina.
Reyna að brjóta upp leikinn
Ítalir reyna hvað þeir geta til þess að brjóta upp leikinn með því að leika öðruvísi en aðrir; án línumanns í sókninni og maður á mann í vörn. Þetta er leikur sem við í landsliðinu höfum ekki mætt áður en við sem leikur í Þýskalandi þekkjum aðeins frá félagsliðum þar sem Stuttgart og Eisenach hafa m.a. leikið á svipaðan hátt og ítalska liðið gerir. Við eigum að geta leyst það,“ segir Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik.




