- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verðum að leggja allt í sölurnar síðasta leiknum

Hildigunnur Einarsdóttir landsliðskona í handknattleik. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Það kemur ekkert annað til greina en leggja allt í sölurnar,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir landsliðskonan þrautreynda þegar handbolti.is varð á vegi hennar á hóteli íslenska landsliðsins, Hotel Jutlandia í Frederikshavn, í gær.

„Mér sýnist margt vera sameiginlegt með landsliði Kongó og Angólaliðinu sem við léku við í riðlakeppninni. Þær eru gjarnar á að keyra upp hraðann,“ sagði Hildigunnur sem taldi samt ljóst að fyrirfram eigi Kongó að vera lakara en Angólaliðið sem íslenska landsliðið gerði jafntefli við í Stafangri.


„Kóngóliðið komst frekar óvænt í úrslitaleikinn við okkur. Flestir reiknuðu með að Chile léki til úrslita. Vegna þess þá er ljóst er Kongóliðið kemur eins og við til leiks með það að markmiði að að halda sigurgöngunni áfram og klára síðustu dropana sem eftir eru á tanknum margumtalaða,“ sagði Hildigunnur.

Sama hjá öllum

„Við verðum bara að halda ákveðnum gæðum út keppnina. Úr því að niðurstaðan varð sú að það kæmi í okkar hlut að fara í þessa keppni og leika í hópi slökustu liða keppninnar þá verðum við halda okkar gæðum í okkar leik. Í síðustu leikjum höfum við ekki alveg verið að sýna okkar bestu hliðar þótt höfum unnið leikina. Vissulega er þreyta komin í okkur en það er sama upp á teningnum hjá öllum öðrum liðum sem taka þátt í mótinu. Allir eru undir álag.“

Aðeins gert með alvöru frammistöðu

„Nú reynir bara á hausinn, andlega þáttinn. Hann er fyrir hendi. Mikill vilji og metnaður ríkir inn íslenska hópsins til að sýna það að við áttum heima í milliriðlakeppninni. Það verður aðeins gert með því að sýna mjög góða alvöru frammistöðu, klára mótið með stæl og kveðja það á þann hátt að við erum sáttar við miðað við hvernig hlutirnir fóru. Ég tel það mjög mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is. Hildigunnur leikur sinn 104. landsleik í dag.

Beint úr Arena Nord

Úrslitaleikur Íslands og Kongó um forsetabikarinn í handknattleik kvenna hefst klukkan 19.30 í kvöld í Arena Nord í Frederikshavn. Handbolti.is er í Arena Nord og fylgist með leiknum í textalýsingu og birtir viðtöl í leikslok.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -