- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verðum að ná efsta sæti – hefur áhrif á EM og forkeppni ÓL

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður, og Elliði Snær Viðarsson kátir eftir sigurinn á Tékkum í Laugardalshöll 12. mars. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Gunnar Magnússon, annar þjálfara karlalandsliðsins, segir að rík áhersla verði lögð á að vinna leikinn við Ísrael í Tel Aviv 27. apríl ekki síður en heimaleikinn við Eistland 30. apríl.

Íslenska landsliðinu hafi gengið illa á útivelli í undankeppni síðustu Evrópumóta og aðeins unnið þrjá leiki af síðustu 11. Af þeim sökum verði að fara af fullum þunga í leikinn við Ísrael þótt Ísraelsmenn séu fyrirfram taldir veikari andstæðingurinn í leiknum.


Höfuðmáli skiptir að vinna riðilinn til að standa sem besta að vígi þegar dregið verður í riðla fyrir lokakeppnina 10. maí í Merkur Spiel Arena í Düsseldorf.

Skiptir máli vegna forkeppni ÓL

„Við þurfum helst að vera í efsta styrkleikaflokki af fjórum þegar dregið verður fyrir EM. Við þurfum að ná mjög góðum árangri á EM til þess að eiga möguleika á að vinna okkur inn sæti í umspili Ólympíuleikana. Fá sæti verða í boði og samkeppnin um þau verður mikil. Þess vegna verðum við að vinna báða leikina sem eftir eru í undankeppninni og gera þannig allt til þess að treysta stöðu okkar,“ sagði Gunnar í samtali við handbolta.is.

Ekki sjálfgefið

„Það er hinsvegar ekkert sjálfgefið því árangur okkar á útivelli í undankeppni stórmóta á síðustu árum hefur ekki verið góður. Við erum meðvitaðir um það og þess vegna munum við taka leikinn við Ísrael mjög alvarlega. Menn eru allir á sömu blaðsíðu í þeim efnum.“

Þrír af ellefu

„Af síðustu ellefu leikjum á útivelli í undankeppni EM höfum við aðeins unnið þrjá, hafi ég talið rétt. Sú staðreynd blasir við okkur að við erum ekki nógu sterkir á útivelli í undankeppni EM. Á því verður að verða breyting,“ sagði Gunnar Magnússon ákveðinn í samtali við handbolta.is.

Sjá einnig:

Hvar stendur íslenska liðið í undankeppni EM?

Hefur unnið fyrir að fá tækifæri með landsliðinu

Báðir vildu höggva á hnútinn og ná sáttum

Björgvin Páll og Donni eru í landsliðshópnum – einn nýliði

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -